Flutningabíll festist undir flugvél Wizz Air í Gdansk í Póllandi á dögunum. Verið var að undirbúa vélina fyrir brottför til Svíþjóðar.
Bíllinn festist undir vélinni þegar hann bakkaði óvart undir lendingarbúnað vélarinnar samkvæmt pólska miðlinum Trojmiasto.
Engan sakaði í slysinu en engir farþegar voru um borð í vélinni. Bílstjórinn slapp einnig ómeiddur.