Um 40% af plasti endurunnin

Tíu þúsund tonn af plasti hafa verið send úr landi …
Tíu þúsund tonn af plasti hafa verið send úr landi frá árinu 2014. Frá síðustu áramótum hafa um 40 prósent plasts verið endurunnin, en um tíma var allt sorp brennt. Ljósmynd/Friðrik Tryggvason

Sorpa hef­ur sent tíu þúsund tonn af plasti utan til end­ur­vinnslu frá ár­inu 2014. Þetta kem­ur fram í svari fram­kvæmda­stjóra Sorpu við fyr­ir­spurn borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ein­ung­is um 40 pró­sent af því plasti sem sent hef­ur verið til Svíþjóðar hef­ur verið metið hæft til end­ur­vinnslu.

Svar­bréf var tekið fyr­ir á fundi borg­ar­ráðs í vik­unni, en fyrst var greint frá því á vef Rík­is­út­varps­ins

Til­efni fyr­ir­spurn­ar­inn­ar er um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar um end­ur­vinnslu plasts frá Íslandi, sem birt var í októ­ber und­ir titil­in­um Plast­leynd­ar­mál Íslands þar sem því er haldið fram að end­ur­vinnsla á ís­lensku plasti sé mun minni en op­in­ber­ar töl­ur gefi til kynna. Stór hluti þess sé brennd­ur hjá um­deildu sænsku fyr­ir­tæki, Stena.

Í bréfi fram­kvæmda­stjóra Sorpu seg­ir að Sorpu hafi haustið 2018 borist upp­lýs­ing­ar um að allt plast þyrfti tíma­bundið að fara til „orku­vinnslu“, þ.e. brennslu, eft­ir að Kín­verj­ar lokuðu fyr­ir mót­töku á plasti. Frétt um það var þá birt á heimasíðu Sorpu. Um mitt ár 2019 hóf­ust send­ing­ar á plasti til flokk­un­ar að nýju. Allt sorp fer í gegn­um flokk­un þar sem metið er hvort það sé hægt til end­ur­vinnslu, en sam­kvæmt töl­um frá fyr­ir­tæk­inu Stena og Úrvinnslu­sjóði er það um 40%.

mbl.is