Loðnumælingum lokið og skipin komin til hafnar

Í byrjun nóvember þegar Bjarni Sæmundsson HF 30 kom til …
Í byrjun nóvember þegar Bjarni Sæmundsson HF 30 kom til hafnar á Húsavík en hann var í haustleiðangri Hafró. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Loðnu­leiðangri fimm skipa hef­ur verið lokið og eru öll skip­in kom­in til hafn­ar. Niður­stöður munu liggja fyr­ir síðar í þess­ari viku en mark­mið leiðang­urs­ins var að mæla stærð hrygn­ing­ar­stofns loðnu.

Skip­in fundu loðnu með land­grunnskant­in­um norðan Íslands allt aust­ur að Langa­nes­dýpi, að því er fram kem­ur á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Þar seg­ir jafn­framt að „ekk­ert var að sjá á grunn­um né með kant­in­um aust­an lands. Að megn­inu til fékkst hrygn­ing­ar­loðna í tog­sýn­um.“

Haf­ís­inn sem hef­ur verið um tíma á Græn­lands­sundi hafði veru­leg áhrif á mæl­ingu, sér­stak­lega á leit­ar­svæðinu norðvest­ur af Vest­fjörðum. Kom haf­ís­inn í veg fyr­ir að rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son gæti stundað mæl­ing­ar við og utan við land­grunns­brún­ina á Vest­fjarðamiðum, en á þess­um slóðum varð vart við loðnu í síðasta mánuði.

Ísinn truflaði einnig mæl­ing­ar Bjarna Sæ­munds­son­ar að hluta er hann var norður af Vest­fjörðum, mæl­ing­ar skips­ins gengu að öðru leyti með ágæt­um.

Skil­yrði betri í næstu viku

Haf­rann­sókna­stofn­un kveðst stefna að því að end­ur­taka mæl­ing­ar þegar aðstæður verða hag­stæðar með til­liti til haf­íss og veðurs. „Rann­sókna­skip­in verða til­bú­in í verk­efnið en ekki hef­ur verið ákveðið hvernig þátt­töku annarra skipa verður háttað. Miðað við veður­spár og nú­ver­andi út­breiðslu haf­íss verða góðar aðstæður til mæl­inga í fyrsta lagi seinni part viku.“

Skip­in sem tóku þátt í leiðangr­in­um auk rann­sókna­skip­anna tveggja voru Ásgrím­ur Hall­dórs­son SD, Aðal­steinn Jóns­son SU og Pol­ar Amar­oq.

Skipin eru öll komin til hafnar.
Skip­in eru öll kom­in til hafn­ar. Skjá­skot
mbl.is