Stórt snjóflóð féll á K2

John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali …
John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali í 2. búðum K2. Ljósmynd/Facebook

Stórt snjóflóð féll á tindinum K2 í gær. „Mögnuð sjón að sjá,“ segir John Snorri Sigurjónsson fjallgöngumaður, sem nú reynir að vera fyrstur til að klífa K2 að vetri til. 

Feðgarn­ir Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali eru með John Snorra í grunnbúðunum. Þeir hafa áður farið í 2. búðir, fyrst 29. desember.  

„Í 2. búðum, tókum við allar eigur okkar úr tjöldunum og skildum þær eftir við stein hér, fyrir utan tjaldið. Við létum þær falla með reipi niður en þær eru líklegast í slæmi ásigkomulagi. Ég held annars að við stöndum frammi fyrir stærri vandamálum,“ skrifar John Snorri á Facebook. 

Þremenningarnir áætla að nýta fyrirhugaðan veðurglugga til að fara úr grunnbúðunum í 2. búðir. Þaðan er stefnan sett á 3. búðir. „Þetta veltur allt á vindinum,“ segir John Snorri.


Yesterday there was a big avalanche that came down K2 and went all the way to Broad Peak, crazy sight to see. In camp...

Posted by John Snorri on Mánudagur, 11. janúar 2021
mbl.is