Þrjár mögulegar útfærslur á sorpbrennslu á Íslandi

Sorp flokkað í móttökustöð.
Sorp flokkað í móttökustöð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Talið er að óend­ur­vinn­an­leg­ur úr­gang­ur hér á landi verði á bil­inu 40-100 þúsund tonn á ári fram til árs­ins 2045. Í nýrri skýrslu um þörf fyr­ir sorp­brennslu­stöðvar á Íslandi er fjallað um þrjár mögu­leg­ar út­færsl­ur varðandi sorp­brennslu; eina stóra sorp­brennslu­stöð á Suðvest­ur­landi, sem hafi 90–100 þúsund tonna brennslu­getu á ári, fimm minni sorp­brennslu­stöðvar sem væru dreifðar um landið og svo út­flutn­ing á sorpi til brennslu.

Skýrsl­an nefn­ist Grein­ing á þörf sorp­brennslu­stöðva á Íslandi og var unn­in af ráðgjafa­fyr­ir­tæk­inu ReSource In­ternati­onal fyr­ir Um­hverf­is­stofn­un að beiðni um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins.

Skýrsl­an var kynnt á ra­f­ræn­um kynn­ing­ar­fundi um há­tækni­brennslu fyr­ir úr­gang sem Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, um­hverf­is- og auðlindaráðuneyti og sam­starfs­vett­vang­ur sorpsam­laga á suðvest­ur­horn­inu héldu í morg­un.

Áhersla á að koma í veg fyr­ir að hrá­efni verði að úr­gangi

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, opnaði fund­inn og fagnaði út­gáfu skýrsl­unn­ar.

„Mér fannst nauðsyn­legt að kalla eft­ir fag­legri út­tekt á þeim mögu­leik­um sem okk­ur standa til boða varðandi brennslu með ork­u­nýt­ingu, því ljóst er að alltaf verður eitt­hvað magn úr­gangs sem ekki verður hægt að end­ur­nota og end­ur­vinna og þá er betra að brenna það en að urða.

Skýrsl­an er mik­il­vægt inn­legg inn í umræðu um til­hög­un sorp­brennslu­mála á Íslandi til næstu ára og ára­tuga og nú stend­ur fyr­ir dyr­um að vinna mál­in áfram í sam­starfi rík­is, sveit­ar­fé­laga og einkaaðila. Gleym­um því samt ekki að auðvitað á mest áhersla að vera á að koma í veg fyr­ir að hrá­efni verði að úr­gangi, og nauðsyn­legt að stór­auka end­ur­vinnslu, ekki síst inn­an­lands, í takti við hringrás­ar­hag­kerfið,“ er haft eft­ir Guðmundi Inga í til­kynn­ingu.

mbl.is