Loðnuráðgjöf ekki breytt

Árni Friðriksson RE.
Árni Friðriksson RE. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Að mati Haf­rann­sókna­stofn­un­ar er ekki þörf á breyttri ráðgjöf vegna loðnu­veiða eft­ir að loðnu­leiðangri fimm skipa lauk um helg­ina.

Gef­in var út loðnuráðgjöf í des­em­ber upp á tæp­lega 22 þúsund tonn.

Í leiðangri skip­anna náði haf­ís yfir stór­an hluta rann­sókna­svæðis. Sýnt þykir að mun minna magn mæld­ist af loðnu en í des­em­ber. Verið er að vinna úr gögn­um og stofn­mat ligg­ur ekki fyr­ir, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Fyr­ir­hugað er að end­ur­taka mæl­ing­ar þegar aðstæður leyfa með til­liti til haf­íss, veðurs og út­breiðslu loðnu. Rann­sókna­skip­in Árni Friðriks­son og Bjarni Sæ­munds­son munu geta lagt í leiðang­ur með stutt­um fyr­ir­vara og í kjöl­farið verður met­in þörf á mögu­legri aðkomu fleiri skipa,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is