9% samdráttur í sjávarútvegi

Útflutningsverðmæti sjávarafurða breyttist lítið milli ára í krónum en 9% …
Útflutningsverðmæti sjávarafurða breyttist lítið milli ára í krónum en 9% samdráttur varð í erlendri mynt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útflutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða nam tæp­lega 247 millj­örðum króna á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra og jókst um rúm­lega pró­sent frá sama tíma­bili árið 2019. Ef tekið er til­lit til geng­is­veik­ing­ar krón­unn­ar mæl­ist 9% sam­drátt­ur milli ára, að því er fram kem­ur á Radarn­um.

Af þess­um sam­drætti má rekja sjö pró­sentu­stig til sam­drátt­ar í út­fluttu magni og tvö pró­sentu­stig til lækk­un­ar á afurðaverði mælt í er­lendri mynt.

„Útflutn­ings­verðmæti þorskaf­urða var á svipuðu róli á milli ára, mælt í er­lendri mynt, en um 10% sam­drátt­ur var í út­flutn­ings­verðmæti annarra botn­fiskaf­urða. Þar mun­ar mest um ufsa, en eins var tals­verður sam­drátt­ur í út­flutn­ings­verðmæt­um á ýsu og karfa,“ seg­ir á Radarn­um.

Þá nam út­flutn­ings­verðmæti upp­sjáfar­af­urða rúm­lega 42 millj­örðum króna sem er 21% minna í er­lendri mynt en á fyrstu ell­efu mánuðum árið 2019. Á tíma­bil­inu dróst út­flutn­ings­verðmæti flat­fiskaf­urða sam­an um rúm 14% á milli ára og skel­fisks um 25%.

mbl.is