Ásmundur fer fram í Reykjavík norður

Ásmundur Einar Daðason býður sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ásmundur Einar Daðason býður sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður. mbl.is/Árni Sæberg

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráherra, ætl­ar að gefa kost á sér til að leiða lista Fram­sókn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar 25. sept­em­ber. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á Face­book-síðu hans rétt í þessu.

Fyr­ir er hann odd­viti Fram­sókn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi þar sem Fram­sókn hef­ur tvo þing­menn og er næst­stærsti flokk­ur­inn. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður náði Fram­sókn ekki manni inn í síðustu Alþing­is­kosn­ing­um.

Ásmund­ir seg­ir ákvörðun­ina tekna að vel ígrunduðu máli.

„Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þing­sæti í Norðvest­ur­kjördæmi, þar sem Fram­sókn á sér langa og far­sæla sögu, í fram­boð þar sem flokk­ur­inn hef­ur glímt við ýmsar áskor­an­ir í und­an­förnum kosn­ing­um. Að baki þess­ari ákvörðun ligg­ur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breyt­ing­um í íslensku sam­félagi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Til­kynn­ing­una í heild sinni má lesa hér:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina