Um 1.600 manns skráðir til æfinga

00:00
00:00

Um 1.600 manns eru skráðir til æf­inga í Sport­hús­inu í Kópa­vogi í dag. Ein­göngu er boðið upp á skipu­lagða tíma og þarf hver og einn sem mæt­ir að gefa upp per­sónupp­lýs­ing­ar og hvernig hægt er að hafa sam­band við hann. Fólk mætti til æf­inga í morg­un eft­ir langt hlé og mbl.is var á svæðinu.

Þröst­ur Jón Sig­urðsson, eig­andi lík­ams­rækt­ar­stöðvar­inn­ar, var að von­um ánægður með að geta opnað að nýju eft­ir lok­un­ina í byrj­un októ­ber en tak­mark­an­irn­ar eru þó mikl­ar. Á venju­leg­um degi í janú­ar, sem vana­lega er há­anna­tími í geir­an­um, væru um 5-5500 manns við æf­ing­ar í Sport­hús­inu yfir dag­inn. Þá er búið að hólfa stöðina ræki­lega niður og viðskipta­vin­ir geta ekki nýtt sér sturtuaðstöðuna. 

Í mynd­skeiðinu er kíkt á æf­ing­ar sem byrjuðu í morg­un og rætt við Þröst Jón sem hef­ur haft í nægu að snú­ast að und­an­förnu við ut­an­um­hald tengt sótt­vörn­um og lok­un­um enda er flókið mál að út­færa áskriftar­fyr­ir­komu­lag fyr­ir þúsund­ir viðskipta­vina í miðjum heims­far­aldri.

mbl.is