Til loðnumælinga þegar hafís og veður leyfa

Hoffell SU á loðnuveiðum, en loðnubrestur hefur verið tvö síðustu …
Hoffell SU á loðnuveiðum, en loðnubrestur hefur verið tvö síðustu ár. mbl.is/Börkur Kjartansson

Um­tals­vert minna mæld­ist af loðnu í leiðangri fimm skipa í síðustu viku en í des­em­ber og er ljóst að ekki verður gef­in út ráðgjöf um aukn­ar veiðar sem bygg­ist á niður­stöðum þessa leiðang­urs, en end­an­legt stofn­mat ligg­ur ekki fyr­ir.

Í loðnu­leiðangri í byrj­un des­em­ber mæld­ust um 487,4 þúsund tonn af hrygn­ing­ar­loðnu og gaf Haf­rann­sókna­stofn­un í kjöl­farið út ráðgjöf upp á 22 þúsund tonn.

Ráðgjöf um afla­mark bygg­ist á því að 95% lík­ur séu á að hrygn­ing­ar­stofn­inn í mars verði yfir 150 þúsund tonn­um að teknu til­liti til afráns, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Birk­ir Bárðar­son fiski­fræðing­ur seg­ir að í leiðangri fimm skipa í síðustu viku hafi haf­ís komið í veg fyr­ir mæl­ing­ar á loðnu úti af Vest­fjörðum. Rann­sókna­skip­in hafi kom­ist yfir minna svæði nú en í des­em­ber, en þá var loðna við ís­rönd­ina fyr­ir vest­an.

Hann seg­ir að vel verði fylgst með því hvort haf­ís­inn gefi eft­ir á næst­unni og eins hvort veður verði til mæl­inga. Þegar færi gef­ist fari rann­sókna­skip­in Árni Friðriks­son og Bjarni Sæ­munds­son til mæl­inga, hugs­an­lega strax eft­ir helgi. Þá seg­ir hann að þátt­taka veiðiskipa sé einnig mögu­leg, en það verði skoðað í fram­hald­inu. Vel verði fylgst með því sem kem­ur und­an ísn­um og eins göng­unni sem nú fer aust­ur með Norður­landi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: