Vá hvað þú lítur vel út, það er allt annað að sjá þig

Í myndinni Þung skref, þar sem söngkonunni Heru Björk Þórhallsdóttur er fylgt eftir í þrjú ár í kjölfar offituaðgerðar, er Hera vægast sagt opinská og hleypir áhorfendum inn í sinn innsta hugarheim.

Þar kemur fram hversu erfitt henni þótti stundum að lifa með sjálfri sér þegar „gamla Hera“, sem var orðin leiðinleg, bitur og sár, öfundaðist út í „nýju Heru“ sem var orðin á allan hátt heilbrigðari en sú gamla. Í þessu myndbroti lýsir Hera þessari áhugaverðu togstreitu á sinn einstaka og lifandi hátt.

Heimildamyndin Þung skref eftir Ingu Lind Karlsdóttur er sýnd í Sjónvarpi Símans Premium. 

mbl.is