„Leikaraskapur og lýðskrum“ Samfylkingarinnar

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

„Upp­hlaup Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í gær með að það þyrfti að kalla sam­an þing í dag til að ræða eitt­hvað frum­varp frá þeim sem ekki er komið fram er bara leik­ara­skap­ur og lýðskrum,“ seg­ir Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í sam­tali við mbl.is í dag. 

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar kallaði í gær eft­ir því að þing yrði kallað sam­an í dag til að ræða breyt­ing­ar á sótt­varna­lög­um. 

Í dag voru breyt­ing­ar gerðar á fyr­ir­komu­lagi skimun­ar við landa­mær­in svo að nú er skylda að fara í svo­kallaða tvö­falda skimun og fjór­tán daga sótt­kví ekki leng­ur val­kost­ur. Þetta var til­kynnt í kjöl­far rík­is­stjórn­ar­fund­ar þar sem breyt­ing­arn­ar voru rædd­ar.

Þingi var frestað fyr­ir jól með þings­álykt­un og for­seta­bréfi. Til að kalla sam­an þing fyr­ir áætlaðan tíma þarf meiri­hluti þing­manna að vera á bak við slíka beiðni. Þá þarf kvaðningu til þings­ins, með nýju for­seta­bréfi og boðun til allra þing­manna. Slíkt er nokkuð verk sem ekki er unnið á inn­an við sól­ar­hringi. 

Þingið kem­ur sam­an til fund­ar á mánu­dag­inn og hefði þing komið sam­an í dag hefði einn þing­funda­dag­ur bæst við. 

„Mál­in eru til meðferðar í vel­ferðanefnd Alþing­is, þar er verið að fjalla um frum­varp til breyt­inga á sótt­varna­lög­um, sem hafa þann til­gang að renna styrk­ari laga­leg­um stoðum und­ir ýms­ar sótt­varn­araðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það var ekk­ert sem kallaði á þing­fund í dag,“ sagði Birg­ir.

Stein­grím­ur fékk beiðnina seint í gær­kvöldi

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sendi bréf í gær á for­menn þing­flokka á Alþingi með beiðni um að þing skyldi kallað sam­an dag­inn eft­ir. 

Í sam­tali við mbl.is kveðst Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, ekki hafa vitað af beiðninni fyrr en seint í gær­kvöldi.

„Ég fékk að vita af þessu seint í gær­kvöldi og var síðan búin að út­skýra það ræki­lega hvernig stjórn­skipu­leg staðan er. Það er ekki á hönd­um for­seta Alþing­is að kalla þingið sam­an þegar því hef­ur verið frestað með for­seta­bréfi að und­an­gengnu samþykk­ir Alþing­is með þings­álykt­un fyr­ir því,“ sagði Stein­grím­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina