Ný seiðastöð framleiðir stórseiði

Verktakar eru að reisa átta risastór ker í nýrri seiðastöð …
Verktakar eru að reisa átta risastór ker í nýrri seiðastöð Fiskeldis Austfjarða á Kópaskeri.

Fram­kvæmd­ir við nýja eld­is­stöð Fisk­eld­is Aust­fjarða á Kópa­skeri geng­ur vel. Stjórn­ar­formaður fé­lags­ins von­ast til að stöðin kom­ist í gagnið á næstu mánuðum.

Jafn­framt er verið að stækka klak- og seiðastöð fyr­ir­tæk­is­ins í Ri­fósi í Keldu­hverfi en þess­ar stöðvar vinna sam­an við að skila stór­um og góðum seiðum til sjókvía­eld­is.

Verið er að steypa og reisa átta stór eldisker á Kópa­skeri. Að því búnu verður 30 metra langt stál­grind­ar­hús byggt yfir ker­in.

„Við höf­um verið hepp­in með veður í vet­ur, það hafa komið glugg­ar inn á milli sem hægt hef­ur verið að nota til að steypa,“ seg­ir Guðmund­ur Gísla­son, formaður stjórn­ar Fisk­eld­is Aust­fjarða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: