Allir fengu húsnæði á Seyðisfirði

Rýmingin verður endurskoðuð í fyrramálið.
Rýmingin verður endurskoðuð í fyrramálið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

All­ir þeir sem þurftu að rýma heim­ili sín á Seyðis­firði í gær­kvöldi fengu hús­næði í bæn­um, og því hef­ur eng­inn þurft að leita til fjöl­skyldu­hjálp­ar­stöðvar­inn­ar í Herðubreið á Seyðis­firði.

Þetta herma upp­lýs­ing­ar þjón­ustumiðstöðvar Al­manna­varna á Seyðis­firði.

Eins og áður hef­ur komið fram ákvað lög­reglu­stjór­inn á Aust­ur­landi, í sam­ráði við Veður­stofu og rík­is­lög­reglu­stjóra, að rýma ákveðin svæði á Seyðis­firði vegna úr­komu­spár.

Um 70 hús voru rýmd og gekk rým­ing­in afar vel, en henni lauk klukk­an 22:00 í gær­kvöldi. Enn er mik­il rign­ing á Seyðis­firði, en rým­ing­in verður end­ur­skoðuð í fyrra­málið.

mbl.is