Brautryðjandi sjávarútvegsskóli

Sjávarútvegsskólanum hefur vaxið fiskur um hrygg og hefur hann einnig …
Sjávarútvegsskólanum hefur vaxið fiskur um hrygg og hefur hann einnig vakið slíka athygli erlendis að verið er að þróa sambærilega skóla erlendis á grundvelli sömu hugmyndafræði. Ljósmynd/Sjávarútvegsskólinn

Sjáv­ar­út­vegs­skóli unga fólks­ins hófst sem leið fyr­ir Síld­ar­vinnsl­una að vekja áhuga ungra heima­manna á at­vinnu­tæki­fær­um í sjáv­ar­út­vegi. Skól­an­um hef­ur vaxið fisk­ur um hrygg og er út­rás hug­mynda­fræðinn­ar í bíg­erð.

Skól­inn hef­ur stækkað mjög mikið og þá sér­stak­lega á síðasta ári. Árið 2018 vor­um við með 157 nem­end­ur en í fyrra um fjög­ur hundruð. Þannig að það var mjög ánægju­leg breyt­ing milli ára sem kannski af ein­hverju leyti er vegna Covid, ég veit það ekki, en það get­ur verið að krakk­arn­ir hafi ekki átt eins greiða leið í sum­ar­vinnu eins og áður,“ seg­ir Guðrún Arn­dís Jóns­dótt­ir, for­stöðumaður Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðvar Há­skól­ans á Ak­ur­eyri sem rek­ur sjáv­ar­út­vegs­skól­ann. Hún seg­ir til­gang skól­ans að kynna fyr­ir grunn­skóla­nem­end­um at­vinnu- og náms­mögu­leika í sjáv­ar­út­vegi.

Guðrún Arndís Jónsdóttir.
Guðrún Arn­dís Jóns­dótt­ir.

„Sjáv­ar­út­vegs­skól­inn var stofnaður af Síld­ar­vinnsl­unni hf. á Nes­kaupsstað árið 2013 og var fyrst ein­göngu starf­rækt­ur á Aust­fjörðum með aðkomu Síld­ar­vinnsl­unn­ar og fleiri fyr­ir­tækja fyr­ir aust­an. En svo tek­ur Sjáv­ar­út­vegs­miðstöð Há­skól­ans á Ak­ur­eyri við skól­an­um árið 2017 og er hann þá út­víkkaður og náði þannig til sveit­ar­fé­laga í Eyjaf­irði og var einnig á Húsa­vík. Síðastliðið sum­ar taka Reykja­vík, Sauðár­krók­ur og Vest­ur­byggð þátt í fyrsta sinn. Í Vest­ur­byggð var lögð sér­stök áhersla lögð á fisk­eldið sam­hliða fræðslu um al­menn­an sjáv­ar­út­veg,“ seg­ir Guðrún Arn­dís.

Fjár­magnað af sjáv­ar­út­veg­in­um

Hún út­skýr­ir að skól­inn sé starf­rækt­ur sem sam­vinnu­verk­efni með sveit­ar­fé­lög­um í gegn­um vinnu­skól­ana og fá krakk­arn­ir laun vik­una sem þau eru í skól­an­um. Þá er skól­inn al­farið fjár­magnaður af fyr­ir­tækj­um í sjáv­ar­út­vegi sem bæði styrkja hann beint og standa straum af öll­um kostnaði. „Frá því að Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðin koma að þessu hafa kenn­ar­ar skól­ans verið út­skrifaðir úr eða eru nem­end­ur í sjáv­ar­út­vegs­fræðinni við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri. Þannig að þetta hef­ur verið at­vinnu­skap­andi fyr­ir þau líka,“ bæt­ir Guðrún Arn­dís við.

Ljós­mynd/​Sjáv­ar­út­vegs­skól­inn

Aðspurð kveðst hún ekki þekkja til sam­bæri­legra skóla ann­ar staðar í heim­in­um. „Þetta var bara frum­kvöðla­starf­semi af hálfu Síld­ar­vinnsl­unn­ar,“ seg­ir hún.

Þá hef­ur skól­inn vakið tölu­verða at­hygli er­lend­is, að sögn henn­ar og hef­ur verið hrint af stað þróun nýs skóla þar sem hug­mynda­fræði og skipu­lag Sjáv­ar­út­vegs­skóla unga fólks­ins verður lögð grund­vall­ar nýs Fisk­eld­is­skóla unga fólks­ins þar sem ungt fólk á aldr­in­um 14-20 ára verður frætt um at­vinnu- og náms­mögu­leika í fisk­eldi.

Lagt í út­rás

„Há­skól­inn á Ak­ur­eyri ásamt Fisk­tækni­skól­an­um, Há­skól­an­um á Hól­um og Arn­ar­laxi eru núna að hefja sam­starf við skóla í Nor­egi, Svíþjóð og Finn­landi vegna náms tengt fisk­eldi á fram­halds­skóla- stigi. Það er hug­mynd­in um sjáv­ar­út­vegs­skól­ann sem verður til þess að við hjá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri erum með í því verk­efni. Þá er hugs­un­in sú að koma á fisk­eld­is­skóla unga fólks­ins með sjáv­ar­út­vegs­skól­ann að fyr­ir­mynd. Við erum bara rétt að hefja þá veg­ferð,“ út­skýr­ir Guðrún Arn­dís.

Hún leiðir þátt­töku Há­skól­ans á Ak­ur­eyri og hef­ur skól­inn hlotið um 40 millj­óna króna Era­smus+ styrk sem sam­starfsaðili í verk­efn­inu „ Bridges“ en það snýr að þróun starfs­mennt­un­ar á sviði fisk­eld­is. Bridges var út­hlutað fjór­um millj­ón­um evra í heild, um 600 millj­ón­um ís­lenskra króna. „Þetta er og verður mjög spenn­andi og krefj­andi verk­efni,“ seg­ir hún.

Hlut­verk Há­skól­ans á Ak­ur­eyri í verk­efn­inu verður meðal ann­ars að hanna verk­færi til miðlun­ar kennslu­efn­is og þekk­ing­ar um ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi og inn­leiða hug­mynda­fræði Sjáv­ar­út­vegs- og Fisk­eld­is­skóla unga fólks­ins bæði á Íslandi og í sam­starfslönd­um. Þá mun skól­inn einnig sjá um skipu­lag ráðstefna um nám í fisk­eldi þar sem sam­an munu koma fræðsluaðilar og fyr­ir­tæki í fisk­eldi.

Víðtækt hlut­verk

Starf­semi Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðvar­inn­ar nær einnig langt út fyr­ir sam­starf við ná­granna­ríki Íslands og hafa nem­end­ur í fyrr­um Sjáv­ar­út­vegs­skóla Sam­einuðu þjóðanna, sem nú heit­ir GRÓ- ptf, Sjáv­ar­út­vegs­skóli UNESCO, sótt Há­skól­ann á Ak­ur­eyri heim. Hef­ur starfsmaður Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðvar­inn­ar aðstoðað nem­end­ur meðan á dvöl þeirra stend­ur.

„Í fyrra feng­um við um 30 nema víðsveg­ar að, Afr­íku, Asíu og Suður-Am­er­íku, og kynnt­um fyr­ir þeim sjáv­ar­út­veg­inn hér,“ seg­ir Guðrún Arn­dís. „Það er líka mjög fræðandi fyr­ir okk­ur að vita hvað fólk í þró­un­ar­ríkj­un­um er að gera og hvernig sjáv­ar­út­veg­ur er þar. Þetta er í hag beggja aðila,“ út­skýr­ir hún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: