Þrjú skip voru send frá Austfjörðum síðdegis í gær á Seyðisfjarðardýpi til að leita loðnu eftir að þær fréttir bárust frá togurum að þar væri talsvert af loðnu á ferðinni.
Hafrannsóknastofnun bað áhöfn Víkings, sem var þá á leið til löndunar á Vopnafirði, að fara yfir svæðið og staðfesta fregnirnar. Niðurstaðan var sú að töluvert af loðnu væri að finna í kantinum á um 50 mílna kafla frá Hvalbakshalla og norður.
Í ljósi þeirra upplýsinga tók Hafrannsóknastofnun þá ákvörðun að ástæða væri til að ráðast í leitina. Þetta segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í Morgunblaðinu í dag. Hann tekur þó fram að ekki sé hægt að fagna fundinum enn sem komið er.
„Það er allt of snemmt að segja til. Við vitum meira eftir 2-3 daga en það er alla vega eitthvert líf í þessu.