Starfsemi Vegagerðarinnar verður tekin út

Fjölmargir þættir í starfsemi Vegagerðarinnar verða teknir út af ríkisendurskoðanda …
Fjölmargir þættir í starfsemi Vegagerðarinnar verða teknir út af ríkisendurskoðanda að beiðni Alþingis. Haraldur Jónasson/Hari

Alþingi samþykkti í dag að fela rík­is­end­ur­skoðanda að gera út­tekt á starf­semi Vega­gerðar­inn­ar í sam­ræmi við skýrslu­beiðni nokk­urra þing­manna.

Sara Elísa Þórðardótt­ir, þingmaður Pírata, er fyrsti flutn­ings­maður skýrslu­beiðninn­ar sem samþykkt var með öll­um greidd­um at­kvæðum. 

Rík­is­end­ur­skoðandi mun því ráðast í fjár­hags- og stjórn­sýslu­út­tekt á Vega­gerðinni og skila skýrslu að þeirri vinnu lok­inni.

Meðal ann­ars er farið fram á að eft­ir­far­andi þætt­ir verði skoðaðir: 

  • hvort fram­kvæmd­ir séu í sam­ræmi við fjár­heim­ild­ir,
  • fram­kvæmd útboða með til­liti til laga um op­in­ber inn­kaup, útboðsstefnu rík­is­ins og hvernig jafn­ræðis, meðal­hófs og gagn­sæ­is sé gætt, og hvort kröf­ur útboðslýs­inga séu nægi­lega skýr­ar,
  • hvaða gæðakröf­ur eru gerðar til að tryggja ör­yggi veg­far­enda við vega­fram­kvæmd­ir sem Vega­gerðin býður út.

Sara Elísa seg­ir að út­tekt sem þessi hafi sjald­an verið mik­il­væg­ari í kjöl­far tveggja at­vika þar sem ný­lega mal­bikaðir veg­ir virðist ekki hafa staðist gæðakröf­ur. Hún minn­ir á að Alþingi sinn­ir einnig mik­il­vægu eft­ir­lits­hlut­verki, í sam­tali við mbl.is.

mbl.is