Tekist á um sóttvarnalög í velferðarnefnd

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður vinstri grænna …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður vinstri grænna á góðri stundu. mbl.is/Hari

Átakalín­ur teikn­ast nú upp vegna af­greiðslu á frum­varpi heil­brigðisráðherra til breyt­inga á sótt­varna­lög­um. Frum­varpið er nú til um­fjöll­un­ar í vel­ferðar­nefnd Alþing­is.

Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son, vara­formaður vel­ferðar­nefnd­ar og þingmaður vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns farm­boðs, seg­ir vinnu nefnd­ar­inn­ar við frum­varpið ganga vel. 

„Vinn­unni miðar áfram og það hafa komið fram mörg gagn­leg og góð sjón­ar­mið sem nefnd­in mun fara vel yfir. Ég bind von­ir við að við klár­um þetta mál bráðlega. Þetta mál er í for­gangi, það ligg­ur fyr­ir að m.a. vega ábend­inga Páls Hreins­son­ar, þá eru ýmis atriði sem í þess­um lög­um sem þarf að setja styrk­ari stoðir und­ir,“ seg­ir Ólaf­ur Þór í sam­tali við mbl.is.

Ólaf­ur er fram­sögumaður máls­ins sem er lagt fram af flokks­syst­ur hans. Þannig kem­ur það í hans hlut inn­an nefnd­ar­inn­ar að lóðsa málið í gegn­um nefnd­ina svo að það komi til af­greiðslu í þing­inu.  

Staldrað við út­göngu­bann og skyldu­bólu­setn­ingu 

Sara Elísa Þórðardótt­ir er varaþingmaður Pírata, sem nú verm­ir sæti Hall­dóru Mo­gensen sem er í barneign­ar­leyfi. Hún seg­ir úti­lokað að af­greiða málið á sinni vakt með ákvæði sem heim­ili út­göngu­bann og skyldu til bólu­setn­ing­ar. 

Sara Elísa seg­ir út­göngu­bann vera veru­lega skerðingu mann­rétt­ind­um og bend­ir á að heim­il­isof­beldi hef­ur auk­ist veru­lega í þeim lönd­um sem út­göngu­banni hef­ur verið beitt. Einnig seg­ir Sara ákvæði um skyldu til bólu­setn­ing­ar sem finna má í fyr­ir­liggj­andi frum­varpi al­gjör­lega ótækt og að það stang­ist á við stjórn­ar­skrár­var­inn rétt til að hafna lækn­is­meðferð. 

„Strax og frum­varpið kom fram lagði ég fram breyt­inga­til­lögu um að út­göngu­bannsákvæðið yrði tekið út,“ seg­ir Sara Elísa. Þá seg­ir hún að meiri­hlut­inn hafi skipt um skoðun á þörf­inni fyr­ir að af­greiða málið hratt.

„Ekki séns, að ég samþykki það að þessu sé drifið í gegn­um þingið af því að meiri­hlut­inn sé bú­inn að mála sig út í horn,“ bætti hún við.

Sara seg­ir fyr­ir­liggj­andi frum­varp meingallað sem þarfn­ist meiri vinnu og að hún geti ekki fellt sig við að það verði af­greitt óbreytt. 

Óein­ing um málið 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er nokk­ur andstaða inn­an stjórn­ar­and­stöðunn­ar við ákvæðin sem hér eru nefnd. Þá eru sjálf­stæðis­menn ekki á eitt sátt­ir við öll ákvæði frum­varps­ins.

Þá herma heim­ild­ir mbl.is að rætt sé um að fella út heim­ild­ir til út­göngu­banns og skyldu­bólu­setn­ingu til að ná sátt­um um málið á þingi. 

Upp­fært kl. 19:45: 

Helga Vala Helga­dótt­ir formaður vel­ferðar­nefnd­ar vill koma því á fram­færi að stjórn­ar­andstaðan stend­ur ekki sam­an í and­stöðu gegn í þess­um ákvæðum sem nefnd eru í frétt­inni og Sam­fylk­ing­in hef­ur ekki lagst gegn þess­um ákvæðum né öðrum. Hún seg­ir málið í vinnslu í vel­ferðar­nefnd og geng­ur vinn­an í nefnd­inni vel.

mbl.is