Kolbeinn gefur kost á sér í Suðurkjördæmi

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG.
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG. Magnus Fröderberg/Norden.org

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Vinstri grænna í Suður­kjör­dæmi, í því for­vali sem fram und­an er. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Kol­beini. 

„Ég hef setið á þingi fyr­ir VG síðan 2016, í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, en hug­ur­inn stefn­ir nú í Suður­kjör­dæmi. Þar liggja ætt­ir mín­ar, fyrst og fremst í upp­sveit­um Árnes­sýslu, ófá­ar stund­irn­ar hef ég átt í Þjórsár­dal þar sem mín ætt hef­ur búið í um eina og hálfa öld, fyrst hjá ömmu og afa og síðan í sum­ar­bú­stað fjöl­skyld­unn­ar. Ekki skemm­ir held­ur að vera barna­barna­barn Gests á Hæli þegar kíkt er í Skaft­holts­rétt­ir. Þess naut ég þegar ég leiddi lista VG í kjör­dæm­inu árið 2003, þó ekki hafi það skilað þing­sæti þá.

Ég tel gríðarlega mik­il­vægt að stórt landsvæði eins og und­ir er í Suður­kjör­dæmi eigi full­trúa Vinstri grænna á þingi. Ari Trausti Guðmunds­son hef­ur gegnt því hlut­verki af sóma og það væri mér heiður að fá að halda áfram því góða starfi. Ég vil leggja mitt af mörk­um til að Vinstri græn hljóti sem besta kosn­ingu í haust.

Ég hef setið í þrem­ur nefnd­um á þingi; at­vinnu­vega­nefnd, um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Áhuga­svið mín end­ur­spegl­ast þar; ég hef komið að stefnu­mót­un í at­vinnu­grein­um til sjós og lands og lagt til um­bæt­ur á sviði þjón­ustu við inn­flytj­end­ur sem mun sjást best í stofn­un Ráðgjafa­stofu fyr­ir inn­flytj­end­ur inn­an tíðar. Þá hef ég komið að lofts­lags­mál­um, um­hverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­mál­um og m.a. leitt vinnu við heild­ar­end­ur­skoðun laga um mat á um­hverf­isáhrif­um sem er á loka­metr­un­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is