Nokkur skip til mælinga í næstu viku

Polar Amaroq var ásamt Ásgrími Halldórssyni að mælingum úti fyrir …
Polar Amaroq var ásamt Ásgrími Halldórssyni að mælingum úti fyrir Austfjörðum um miðjan dag í gær. (mynd úr safni) Ljósmynd/Eyjolfur Vilbergsson

Hafrannsóknastofnun stefnir að mælingu á loðnu fyrir norðan land og úti af Vestfjörðum í næstu viku þegar brælan sem er í kortunum gengur niður. Líkur eru taldar á að hafís í Grænlandssundi gefi sig á næstu dögum og hann hörfi í stífri norðaustanáttinni sem er fram undan. Miðað er við að nokkur skip fari í þennan leiðangur, þ.e. veiðiskip ásamt rannsóknaskipum Hafrannsóknastofnunar.

Polar Amaroq og Ásgrímur Halldórsson voru að mælingum úti fyrir Austfjörðum um miðjan dag í gær. Bjarni Ólafsson AK hefur jafnframt tekið þátt í verkefninu með það hlutverk að afmarka dreifingu loðnunnar. Verkefni skipanna lýkur væntanlega í dag og fljótlega ætti að liggja fyrir hve mikið er af loðnu á ferðinni þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: