Nokkur skip til mælinga í næstu viku

Polar Amaroq var ásamt Ásgrími Halldórssyni að mælingum úti fyrir …
Polar Amaroq var ásamt Ásgrími Halldórssyni að mælingum úti fyrir Austfjörðum um miðjan dag í gær. (mynd úr safni) Ljósmynd/Eyjolfur Vilbergsson

Haf­rann­sókna­stofn­un stefn­ir að mæl­ingu á loðnu fyr­ir norðan land og úti af Vest­fjörðum í næstu viku þegar bræl­an sem er í kort­un­um geng­ur niður. Lík­ur eru tald­ar á að haf­ís í Græn­lands­sundi gefi sig á næstu dög­um og hann hörfi í stífri norðaustanátt­inni sem er fram und­an. Miðað er við að nokk­ur skip fari í þenn­an leiðang­ur, þ.e. veiðiskip ásamt rann­sókna­skip­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Pol­ar Amar­oq og Ásgrím­ur Hall­dórs­son voru að mæl­ing­um úti fyr­ir Aust­fjörðum um miðjan dag í gær. Bjarni Ólafs­son AK hef­ur jafn­framt tekið þátt í verk­efn­inu með það hlut­verk að af­marka dreif­ingu loðnunn­ar. Verk­efni skip­anna lýk­ur vænt­an­lega í dag og fljót­lega ætti að liggja fyr­ir hve mikið er af loðnu á ferðinni þar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: