Mikil þörf fyrir aðstoð

Tilbúnar matargjafir hjá Fjölskylduhjálp Íslands.
Tilbúnar matargjafir hjá Fjölskylduhjálp Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga hef­ur ákveðið að fram­lengja fram yfir páska mat­vælaaðstoð við þá sem eiga í erfiðleik­um vegna at­vinnum­issis af völd­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

„Sam­starfið við hjálp­ar­stofn­an­ir gekk vel á síðasta ári og þörf­in er enn mik­il, at­vinnu­leysi er mikið og ekk­ert farið að breyt­ast í þeim efn­um enn þá. Niðurstaða okk­ar var, eft­ir að hafa rætt við hjálp­ar­stofn­an­ir og fleiri sem til þekkja, að það væri skyn­sam­legt að halda þessu sam­starfi áfram,“ seg­ir Þórólf­ur Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóri KS.

KS og dótt­ur­fyr­ir­tæki þess eru með fjöl­breytta mat­væla­fram­leiðslu. Ákváðu stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins að út­vega hjálp­ar­stofn­un­um sem veita mat­vælaaðstoð mat­væli síðustu mánuði árs­ins. Hjálpaði það þeim við jóla­út­hlut­an­ir í des­em­ber. Upp­haf­lega var reiknað með 40 þúsund máltíðum en niðurstaðan varð sú að Kaup­fé­lagið gaf um 90 þúsund máltíðir.

Sam­komu­lag hef­ur verið gert við fjór­ar helstu hjálp­ar­stofn­an­ir lands­ins um út­hlut­un mat­væl­anna og verður fyr­ir­komu­lagið það sama og fyr­ir jól­in.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands, að þörf­in fyr­ir mat­araðstoð sé enn mjög mik­il. Marg­ir hafi sam­band. Fólkið hafi ekki fjár­muni til mat­ar- og lyfja­kaupa. „Við mun­um geta brúað bilið eins og mögu­legt er með aðstoð KS,“ seg­ir Ásgerður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: