Rósalind lifði vatnslekann í háskólanum af

Kötturinn Rósalind slapp með skrekkinn.
Kötturinn Rósalind slapp með skrekkinn. Ljósmynd/Háskóli Íslands

Kött­ur­inn Rósalind komst klakk­laust frá vatnslek­an­um í Há­skóla Íslands. Rósalind hef­ur verið gest­kom­andi í há­skól­an­um und­an­far­in ár og oft­ar en ekki eytt nótt eða tveim­ur í há­skól­an­um. 

Mikið vatns­tjón varð í bygg­ing­um Há­skóla Íslands í nótt en Há­skóla­torg og Gimli urðu hvað verst úti. Á sum­um stöðum náði vatnið hálf­an ann­an metra upp og því hefði Rósalind átt fót­um sín­um fjör að launa ef hún hefði verið í skól­an­um þegar vatnið tók að flæða. 

Heiður Anna Helga­dótt­ir, þjón­ustu­full­trúi Stúd­entag­arða hjá Fé­lags­stofn­un stúd­enta velti því fyr­ir sér hvort það væri í lagi með Rósalind í morg­un. Nú um kaffi­leytið lét Rósalind sjá sig á skrif­stofu Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta og því ljóst að hún slapp ómeidd. Heiður Anna birti mynd af kett­in­um á Twitter. 

mbl.is