Sex sækjast eftir stöðu forstjóra Hafró

Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, er einn þeirra sem sækist …
Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, er einn þeirra sem sækist eftir stöðu forstjóra stofnunarinnar. Sex sóttu um starfið og þar af aðeins ein kona. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sex einstaklingar sóttu um stöðu forstjóra Hafrannsóknastofnunar áður en umsóknafrestur rann út 19. janúar. Meðal þeirra var aðeins ein kona sem sóttu um stöðuna, Soffía Guðmundsdóttir, að því er fram kemur í svari atvinuvegaráðuneytisins við fyrirspurn 200 mílna.

Meðal umsækjenda er Sigurður Guðjónsson, núverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar, og tveir sviðstjórar stofnunarinnar þeir Guðmundur J. Óskarsson og Guðmundur Þórðarson.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun skipa nefnd sem verður falið að meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð um þá og skipar ráðherra í stöðuna frá og með 1. apríl.

Umsækjendur í stafrósröð:

  1. Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri
  2. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri
  3. Marcin Zembroski, sérfræðingur
  4. Sigurður Guðjónsson, forstjóri
  5. Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
  6. Þorsteinn Sigurðsson, sérfræðingur
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, vill leiða starfsemi stofnunarinnar áfram.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, vill leiða starfsemi stofnunarinnar áfram. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is