Hækka loðnuráðgjöf eftir tveggja ára brest

Á loðnuvertíð.
Á loðnuvertíð. Ljósmynd/Daði Ólafsson

Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur hækkað ráðgjöf sína í loðnu­veiðum úr 21.800 tonn­um í rúm 54 þúsund tonn.

Um fimmtán þúsund tonn koma vænt­an­lega í hlut Íslend­inga, en miðað við fyrri ráðgjöf hefði all­ur afli komið í hlut er­lendra skipa sam­kvæmt samn­ing­um.

Eng­ar loðnu­veiðar hafa verið við landið tvö síðustu ár og hef­ur loðnu­brest­ur ekki áður orðið tvö ár í röð. Árin 2017 og 2018 var heild­arafl­inn tæp­lega 300 þúsund tonn hvort ár, en 174 þúsund og 517 þúsund tonn árin þar á und­an, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: