Yfir 300 þúsund stórhveli í N-Atlantshafi

Steypireyður blæs við hlið hvalaskoðunarbátsins Falds á Skjálfandaflóa. Mikil fjöldi …
Steypireyður blæs við hlið hvalaskoðunarbátsins Falds á Skjálfandaflóa. Mikil fjöldi stórhvela er sagður vera í norðanverðu Atlantshafi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Áætla má að alls séu yfir 300 þúsund stór­hveli í norðan­verðu Atlants­hafi. Langreyðar eru tald­ar vera um 47 þúsund og hnúfu­bak­ar ná­lægt 20 þúsund­um, svo dæmi séu tek­in. Byggt er á niður­stöðum ný­legr­ar taln­inga Norðmanna og töl­um frá Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um frá 2015. Ein­hver skör­un get­ur verið á milli svæða.

Á hafsvæði frá strönd­um Nor­egs, vest­ur fyr­ir Jan Mayen, langt norður í Bar­ents­haf og að strönd­um Græn­lands norðan Íslands telja Norðmenn vera um 600 þúsund hvali af mörg­um teg­und­um og stærðum. Af þess­um fjölda eru um 150 þúsund stór­hveli, en 450 þúsund minni dýr. Á því svæði sem Íslend­ing­ar telja, síðast 2015, má áætla að hafi verið um 160 þúsund stór­hveli.

Áætlað að um 20 þúsund hnúfubakar séu í norðanverðu Atlantshafi.
Áætlað að um 20 þúsund hnúfu­bak­ar séu í norðan­verðu Atlants­hafi. mbl.is/​Sig­urður Ægis­son

Taln­inga­svæði Norðmanna er stórt og er því skipt í sex minni ein­ing­ar og þeir ná að fara yfir það á 5-6 árum, en birta ár­lega vinnu­skýrsl­ur af ein­stök­um svæðum. Niður­stöður liggja nú fyr­ir á hvala­taln­ing­um ár­anna 2014-18 og sam­kvæmt þeim hef­ur fjöldi hvala ekki breyst mikið í heild­ina í nokk­urn tíma.

Um 140 þúsund hrefn­ur

Alls voru tald­ar um 100 þúsund hrefn­ur á norska svæðinu og var þær að finna vítt og breitt á svæðinu, meðal ann­ars við Jan Mayen. Norðmenn leggja mikla áherslu á taln­ingu á hrefnu m.a. með hags­muni veiðimanna í huga.

Gísli Vík­ings­son, hvala­sér­fræðing­ur á Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir að í þess­um taln­ing­um Norðmanna hafi verið staðfest það sem áður kom fram í ís­lenskri taln­ingu 2015 og 2016 að út­breiðsla hrefnu hafi að tals­verðu leyti færst af ís­lenska land­grunn­inu og yfir á Jan Mayen-svæðið. Hann áætl­ar að hrefnu­fjöld­inn í N-Atlants­hafi, aust­an suðurodda Græn­lands og norðan Skot­lands, geti verið um 140 þúsund dýr, og ekki hafi orðið mark­tæk breyt­ing á heild­ar­svæðinu.

Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.
Gísli Vík­ings­son, sjáv­ar­líf­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un. Ljós­mynd/​Aðsend

Í sam­an­tekt á heimasíðu norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar kem­ur fram að tal­in hafi verið um átta þúsund svín­hveli (and­ar­nefja og fleiri teg­und­ir) og þau hafi einkum fund­ist á svæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Sval­b­arða. Hnúfu­bak­ar halda sig oft í stór­um flokk­um og var þá m.a. að finna við Bjarn­areyj­ar og Hopen við Sval­b­arða þar sem þeir sækja m.a. í dýra­svif og loðnu. Alls voru tald­ir um tíu þúsund hnúfu­bak­ar, að því er seg­ir í sam­an­tekt­inni. Af öðrum stór­hvel­um má nefna að Norðmenn töldu tíu þúsund langreyðar og fimm þúsund búr­hvali.

Um 15 þúsund há­hyrn­ing­ar eru tald­ir vera á taln­ing­ar­svæðinu, m.a. meðfram strönd­um Nor­egs og í Nor­egs­hafi, þar sem þeir sækja í upp­sjáv­ar­fisk. Þá er talið að 250 þúsund hnís­ur hafi verið á norska svæðinu og 200 þúsund höfr­ung­ar.

Talið er að um 15 þúsund háhyrningar séu á talningasvæðinu.
Talið er að um 15 þúsund há­hyrn­ing­ar séu á taln­inga­svæðinu. mbl.is/Þ​órir

Gísli seg­ir að þegar komi að hvala­taln­ing­um sé talað um svæði Norðmanna í Atlants­haf­inu sem norðaust­ur-svæðið. Íslenska svæðið er hins veg­ar kennt við Mið-Norður-Atlants­haf og nær frá suðurodda Græn­lands um Ísland, Fær­eyj­ar og til Jan Mayen í austri, en eyj­an til­heyr­ir þó norska taln­ing­ar­svæðinu. Hval­ir eru einnig tald­ir við Fær­eyj­ar og Græn­land og þá í sam­vinnu við Íslend­inga.

Hann seg­ir að stór hvala­taln­ing hafi farið fram hér við land 2015, en vegna aðstæðna hafi hrefn­ur verið tald­ar á land­grunni Íslands ári síðar. Nú sé fyr­ir­hugað að fara næst í stóra hvala­taln­ingu hér við land 2023. Það sé í efri mörk­um reglna Alþjóðahval­veiðiráðsins um hvala­taln­ing­ar, því fari taln­ing­ar ekki fram inn­an átta ára gæti það leitt til skerðinga á veiðikvóta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: