Áhrifavaldi vísað úr landi vegna partístands

Rússneska áhrifavaldinum Sergey Kosenko var vísað úr landi í gær, …
Rússneska áhrifavaldinum Sergey Kosenko var vísað úr landi í gær, sunnudag. AFP

Rúss­neska áhrifa­vald­in­um Ser­gei Kosen­ko var á dög­un­um vísað frá eyj­unni Balí á Indó­nes­íu fyr­ir að halda fjöl­mennt partí. Sam­kvæmt til­kynn­ingu yf­ir­valda braut Kosen­ko sótt­varn­a­regl­ur með því að halda par­tíið.

Kosen­ko var send­ur með flugi heim til Moskvu í gær, sunnu­dag, og má ekki koma aft­ur til Balí næstu sex mánuðina.

Fyr­ir aðeins nokkr­um dög­um var öðrum áhrifa­valdi vísað brott frá Balí vegna þess að hún sagði eyj­una vin­veitta hinseg­in fólki. 

Kosen­ko er með um fimm millj­ón­ir fylgj­enda á In­sta­gram og komst í fjöl­miðla í des­em­ber þegar hann braut sótt­varn­a­regl­ur. Yfir 50 manns voru í sam­kvæm­inu sem hann hélt. 

Þá hafði Kosen­ko einnig brotið regl­ur um vega­bréfs­árit­un, en hann var með ferðamanna­á­vís­un. Sam­kvæmt regl­um um vega­bréfs­árit­un ferðamanna mega þeir ekki vinna fyr­ir sér á Balí en það gerði Kosen­ko.

mbl.is