Iceland Seafood fær að nota Icelandic-vörumerkið

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður eignarhaldsfélags Icelandic vörumerkisins, Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland …
Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður eignarhaldsfélags Icelandic vörumerkisins, Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International, og Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar Íslandsstofu. Ljósmynd/Aðsend

Ice­land Sea­food In­ternati­onal hf. hef­ur hlotið heim­ild til að nota Icelandic Sea­food-vörumerkið sam­kvæmt sam­komu­lagi sem á föstu­dag var und­ir­ritað af fyr­ir­tæk­inu og hand­hafa vörumerk­is­ins, Icelandic Tra­demark Hold­ing sem er í eigu rík­is­sjóðs.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu að sam­komu­lagið „mun styðja við markaðssókn með ís­lenskt sjáv­ar­fang í Evr­ópu. Horft er til langs tíma með það að mark­miði að auka virði út­flutn­ings á gæðaaf­urðum frá land­inu und­ir merkj­um þess og auka vit­und um virði þeirra og upp­runa.“

Vörumerkið er í um­sjón Íslands­stofu og því fylg­ir ábyrgð á kynn­ingu og um­sjón með lög­form­legri vernd­un þess. Samn­ing­ar eru þegar í gildi um notk­un Icelandic fyr­ir ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir sem seld­ar eru í Banda­ríkj­un­um, Asíu og Suður-Evr­ópu.

„Það er okk­ur mik­il ánægja að skrifa und­ir lang­tíma­samn­ing um af­not af Icelandic Sea­food-vörumerk­inu. Við höf­um notað það fyr­ir afurðir okk­ar í Suður-Evr­ópu til langs tíma með góðum ár­angri. Héðan í frá mun­um við kapp­kosta að styrkja það enn frek­ar og hefja mark­vissa sókn með merkið inn á markaði fyr­ir­tæk­is­ins í Norður-Evr­ópu,“ seg­ir Bjarni Ármanns­son, for­stjóri Ice­land Sea­food In­ternati­onal.

mbl.is