Stofnfiskur verður Benchmark Genetics Iceland

Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland, segir það skipta viðskiptavini …
Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland, segir það skipta viðskiptavini miklu máli að laxastofn fyrirtæksins heiti áfram Stofnfiskur. Ljósmynd/Benchmark Genetics Iceland

Stofn­fisk­ur hf. hef­ur breytt nafni sínu og fer starf­sem­in nú fram und­ir merkj­um Bench­mark Genetics Ice­land hf. Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu að nafna­breyt­ing­in sé liður í því að sam­eina vörumerki inn­an móður­fé­lags­ins Bench­mark Hold­ing plc group, en kennitala fé­lags­ins, skipu­lag þess og eign­ar­hald óbreytt.

Þá seg­ir að heitið Stofn­fisk­ur verður áfram notað fyr­ir laxa­stofn fyr­ir­tæk­is­ins svo og kyn­bóta­verk­efni þess á laxi sem starf­rækt er á Íslandi, en Bench­mark Genetics Ice­land er fram­leiðandi á kyn­bætt­um laxa­hrogn­um til lax­eld­isiðnaðar­ins á Íslandi, í Evr­ópu og Síle. Það skipt­ir miklu máli fyr­ir viðskipta­vini fé­lags­ins að laxa­stofn­inn haldi óbreyttu nafni, seg­ir Jón­as Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri Bench­mark Genetics Ice­land.

Klakstöð og Hrognahús í Vogavík.
Klak­stöð og Hrogna­hús í Voga­vík. Ljós­mynd/​Bench­mark Genetics Ice­land

Stefnt að upp­bygg­ingu

Fram und­an er vaxt­ar­skeið hjá fyr­ir­tæk­inu og er stefnt að mikl­um fjár­fest­ing­um í upp­bygg­ingu starf­semi fé­lags­ins á Íslandi. Þá er verið að byggja nýtt hrogna­hús við stöð fé­lags­ins í Voga­vík sem verður til­bú­in seinna á þessu ári auk þess sem unnið er að nýrri seiðastöð á sama svæði.

Fyr­ir­tækið var stofnað 1991 og fer starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins fram á Suðvest­ur­landi, kla­keld­is­stöðvar við Kalm­an­stjörn sunn­an við Hafn­ir og í Vog­um þar sem einnig hrogna­fram­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins fer fram. Seiðastöðin er staðsett í Kollaf­irði. Fyr­ir­tækið fram­leiðir einnig hrogn­kelsa­seiði í stöð sinni í Höfn­um, sem eru notuð til að halda laxal­ús niðri í lax­eldi í sjó.

„Núna erum við spennt að klára fram­kvæmd­ir við nýtt hrogna­hús sem verður til­búið í júní á þessu ári. Stöðin verður út­bú­in með nýj­ustu tækni  og mun gera okk­ur kleift að auka fram­leiðsluna all­an árs­ins hring á hrogn­um til viðskipta­vini okk­ar um all­an heim. Þar á meðal nýju lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­eldi sem er í mik­illi sókn í heim­in­um,“ seg­ir Jón­as.

mbl.is