Bjartsýnir á meiri kvóta

Loðnunót tekin um borð.
Loðnunót tekin um borð. mbl.is/Hanna Andrés­dótt­ir

Nokk­urr­ar bjart­sýni gætti meðal út­gerðarmanna sem rætt var við í gær um að bætt yrði við loðnu­kvót­ann. Meðal ann­ars í ljósi þess að rann­sókn­as kip voru í loðnu við haf­ís­rönd­ina úti af Vest­fjörðum þegar þau urðu frá að hverfa.

Einnig með það í huga að ung­loðnu­mæl­ing haustið 2019 á ár­gang­in­um sem á að bera uppi veiðina í vet­ur gaf upp­hafskvóta upp á 170 þúsund tonn. Sú ráðgjöf var dreg­in til baka í haust.

Kraft­ur verður í loðnu­mæl­ing­um í vik­unni. Von­ir standa til að með sjö skip­um tak­ist að ná heild­ar­mæl­ingu á loðnu­göng­um og þá að Vest­fjarðasvæðinu og Græn­lands­sundi meðtöldu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: