Bjartsýnir á meiri kvóta

Loðnunót tekin um borð.
Loðnunót tekin um borð. mbl.is/Hanna Andrés­dótt­ir

Nokkurrar bjartsýni gætti meðal útgerðarmanna sem rætt var við í gær um að bætt yrði við loðnukvótann. Meðal annars í ljósi þess að rannsóknas kip voru í loðnu við hafísröndina úti af Vestfjörðum þegar þau urðu frá að hverfa.

Einnig með það í huga að ungloðnumæling haustið 2019 á árganginum sem á að bera uppi veiðina í vetur gaf upphafskvóta upp á 170 þúsund tonn. Sú ráðgjöf var dregin til baka í haust.

Kraftur verður í loðnumælingum í vikunni. Vonir standa til að með sjö skipum takist að ná heildarmælingu á loðnugöngum og þá að Vestfjarðasvæðinu og Grænlandssundi meðtöldu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: