Heimilar veiði á 61 þúsund tonnum af loðnu

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir ánægjulegt að tekist hefur að …
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir ánægjulegt að tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu sem felur í sér heimild til veiða á 61.000 tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/2021.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að um sé að ræða 39.200 tonna aukningu frá fyrri ráðgjöf.

„Það er mjög ánægjulegt að tekist hafi að afstýra að loðnubrestur myndi raungerast þriðja árið í röð. Þetta er vissulega ekki mikið magn en sú staðreynd að íslensk skip munu nú halda til veiða á loðnu er skref í rétta átt. Leitin heldur áfram af fullum þunga og í dag bætast þrjú skip við í þá leit. Það er enda mikið í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur er,“ segir Kristján Þór.

mbl.is