Heimilar veiði á 61 þúsund tonnum af loðnu

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir ánægjulegt að tekist hefur að …
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir ánægjulegt að tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur í sam­ræmi við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar und­ir­ritað reglu­gerð um veiðar á loðnu sem fel­ur í sér heim­ild til veiða á 61.000 tonn­um af loðnu á vertíðinni 2020/​2021.

Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins. Þar seg­ir að um sé að ræða 39.200 tonna aukn­ingu frá fyrri ráðgjöf.

„Það er mjög ánægju­legt að tek­ist hafi að af­stýra að loðnu­brest­ur myndi raun­ger­ast þriðja árið í röð. Þetta er vissu­lega ekki mikið magn en sú staðreynd að ís­lensk skip munu nú halda til veiða á loðnu er skref í rétta átt. Leit­in held­ur áfram af full­um þunga og í dag bæt­ast þrjú skip við í þá leit. Það er enda mikið í húfi fyr­ir viðspyrnu efna­hags­lífs­ins að loðnu­vertíðin verði eins öfl­ug og kost­ur er,“ seg­ir Kristján Þór.

mbl.is