Hluti landsins útilokaður

Bannað verður að nýta vindorku á nokkuð stór­um hluta lands­ins, ef drög um­hverf­is­ráðherra að frum­varpi að breyt­ing­um á lög­um um ramm­a­áætl­un og sam­hliða þings­álykt­un­ar­til­lagu um stefnu­mörk­un um flokk­un landsvæða ná fram að ganga. Nær fyr­ir­hugað bannsvæði yfir nokkuð á annað hundrað friðlýst svæði og svæði sem á að friðlýsa á næst­unni, auk Vatna­jök­ulsþjóðgarðs og óbyggðra víðerna á miðhá­lend­inu.

Á öðrum viðkvæm­um svæðum, til dæm­is svæði inn­an 10 kíló­metra frá friðlýst­um svæðum og yfir 120 mik­il­væg­um fugla­svæðum, er mögu­legt að virkja vindorku að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. Koma þau mál til kasta verk­efn­is­stjórn­ar um ramm­a­áætl­un og um­hverf­is­ráðherra.

Mik­il áform

Mik­ill áhugi er á nýt­ingu vindork­unn­ar. Þannig var til­kynnt um 34 vindorku­ver til nú­ver­andi verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar. Sam­an­lagt afl þess­ara virkj­ana er 3.200 mega­vött. Þar fyr­ir utan eru Blönd­u­lund­ur Lands­virkj­un­ar sem er í nýt­ing­ar­flokki frá fyrri verk­efn­is­stjórn og Búr­fells­lund­ur sama fyr­ir­tæk­is sem sett­ur var í biðflokk en Lands­virkj­un hef­ur nú end­ur­hannað. Þar fyr­ir utan er vitað um eitt vindorku­ver sem komið er í um­hverf­is­mats­ferli en var ekki til­kynnt til ramm­a­áætl­un­ar.

Ítar­lega er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: