Íhaldssama pandan slær í gegn

00:00
00:00

Mynd­band af sex mánaða gömlu pönd­unni Fu Bao hef­ur slegið í gegn á net­inu. Í því sést hún halda sér í fót á dýra­hirði í Everland-dýrag­arðinum skammt frá Seúl. Takið er þétt og það er greini­legt að ung­inn vill ekki skilja við hirðinn sem tek­ur nokk­ur skref með ung­ann fast­an við fót­inn. Ef­laust uppá­tæki sem marg­ir for­eldr­ar kann­ast vel við hjá eig­in ung­um.

Fu Bao merk­ir víst „fjár­sjóður sem veit­ir ham­ingju“ og er því nafn við hæfi á þenn­an glaðlega unga sem hef­ur náð vin­sæld­um í net­heim­um þar sem millj­ón­ir áhorf­enda á youtu­be hafa glaðst yfir ung­an­um kær­leiks­ríka.

mbl.is