Skynsamt fólk eins og Ariel?

Ariel Pink í spjallþætti Tuckers Carlsons hjá Fox News á …
Ariel Pink í spjallþætti Tuckers Carlsons hjá Fox News á dögunum. Hárið er ekki bleikt og pallíetturnar voru geymdar heima í þetta skiptið. Skjáskot

„Þegar skyn­samt fólk á borð við þig er eyðilagt ætt­um við öll að staldra við,“ sagði þátta­stjórn­and­inn Tucker Carl­son full­ur samúðar og horfði djúpt í aug­un á tón­list­ar­mann­in­um Ariel Pink í þætti sín­um á dög­un­um. Fer­ill þess síðar­nefnda virðist nú á hraðleið í skólpið vegna stuðnings við Don­ald Trump fyrr­um Banda­ríkja­for­seta, að því er Ariel Pink vill sjálf­ur meina.

Viðtalið er sér­stakt svo ekki sé fast­ar kveðið. Gæti vel átt sér stað í góðri og gallsúrri Lynch-mynd. 

Carl­son er einn vin­sæl­asti þátta­stjórn­andi í banda­rísku kap­alsjón­varpi þar sem hann stýr­ir umræðuþætti um stjórn­mál. Hann er yf­ir­lýst­ur stuðnings­maður Don­alds Trumps, fyrr­ver­andi for­seta, og hef­ur kom­ist í kland­ur fyr­ir um­mæli sem tengj­ast kynþátt­um og jafn­rétti. Sem hef­ur kostað Fox-stöðina þar sem ein­hverj­ir aug­lý­send­ur hafa ekki viljað tengja nafn sitt við skoðanir sjón­varps­manns­ins.

Ariel Pink er hins­veg­ar langt frá því að vera jafn þekkt­ur í Banda­ríkj­un­um. Neðanj­arðar­tón­list­armaður sem byrjaði að gera tónlist í svefn­her­berg­inu sínu af mikl­um móð í upp­hafi ald­ar­inn­ar. Það tók hann hins­veg­ar lang­an tíma að ná at­hygli og þegar það gerðist var það hjá til­tölu­lega fá­menn­um en býsna kröfu­hörðum hópi indí-hlust­enda. Þetta er ekki tónlist sem þú heyr­ir á K-100 eða Bylgj­unni og það er á tand­ur­hreinu að Tucker Carl­son hef­ur aldrei hlustað á Before Today, eina af bestu plöt­um síðasta ára­tug­ar.  

Réttu nafni heit­ir Ariel Pink þó Ariel Rosen­berg og líkt marg­ir tón­list­ar­menn sem ná ár­angri með list-poppi (art-pop) byrjaði hann í mynd­list. Hann ólst að ein­hverju leyti upp í Bever­ly Hills en faðir hans mun vera vel þekkt­ur lækn­ir í melt­inga­færa­geir­an­um. Fyrstu upp­tök­ur sem vöktu at­hygli á Ariel Pink voru kasett­ur sem hann setti sam­an og dreifði af mikl­um móð. Magnið er mikið og stefn­an í tón­list­inni er út og suður. Árið 2010 komst fer­ill­inn al­menni­lega á flug með fyrr­nefndri Before Today sem var víða val­in ein sú besta á ár­inu. Þetta var sum sé þegar árslist­ar skiptu ennþá máli.

Eft­ir það hef­ur hann tryggt sér sess sem einn mesti furðufugl­inn í brans­an­um og hef­ur reglu­lega látið hafa eft­ir sér um­mæli um kon­ur, kynþætti, sam­kyn­hneigða sem hafa vakið úlfúð. Al­mennt komið sér í vand­ræði sem hann hef­ur svo gjarn­an státað sig af. Hér seg­ir hann frá því þegar fem­in­isti á að hafa sprautað tára­gasi á hann. Fram­koma Ariels gagn­vart kær­ustu sinni á sviði í San Frans­isco árið 2017 þar sem ein­hvers­kon­ar glíma fór fram, gekk einnig fram af fólki og gæti ennþá haft eft­ir­mála. Óhóf­leg eit­ur­lyfja­notk­un er líka stef sem er nokkuð aug­ljóst þegar kauði er gúglaður.

Það hef­ur því lengi verið ljóst að Ariel Pink hef­ur lengi verið í ein­hvers­kon­ar línu­dansi með ímynd sína þar sem hann hef­ur vilj­andi stuðað fólk og maður hef­ur tekið hon­um sem slík­um. Tón­list­in hef­ur líka verið mis­jöfn að gæðum en það er al­veg ljóst að þegar hon­um tekst vel til er hann al­gjört séní.

Stöðvið ránið var yfirskrift fundar stuðningsmanna Donalds Trumps þáverandi Bandaríkjaforseta …
Stöðvið ránið var yf­ir­skrift fund­ar stuðnings­manna Don­alds Trumps þáver­andi Banda­ríkja­for­seta þann sjötta janú­ar. Ariel Pink seg­ist ein­ung­is hafa verið á fund­in­um og hafi verið á hót­el­her­bergi sínu þegar múgur rudd­ist inn í þing­húsið með skelfi­leg­um af­leiðing­um. AFP

Það kom því fáum á óvart þegar það birt­ust mynd­ir af Ariel á „Stop the steal“ fund­in­um til styrkt­ar Don­ald Trump í byrj­un mánaðar­ins. Enda hef­ur hann iðulega lýst yfir stuðningi við Trump á und­an­förn­um árum. Stuðning­ur­inn hef­ur aug­ljós­lega farið illa í hlust­end­ur Ariel Pink og skyldi eng­an undra þar sem um er að ræða hóp sem er að lang­mestu leyti and­víg­ur hvers­kon­ar ras­isma, mis­mun­un og for­rétt­inda­blindu. Pó­lí­tískt rétt­hugs­andi hóp­ur svo ekki sé meira sagt. Í eft­ir­mála áhlaups­ins á þingið í byrj­un mánaðar­ins breytt­ist þessi hneyksl­un á hegðun sýruprins­ins yfir í reiði og hefðbund­in af­taka á sam­fé­lags­miðlum fór fram. Hápunkt­ur­inn á þessu klandri var þó lík­lega þegar plötu­út­gáf­an Mex­ican Sum­mer sagði upp samn­ing­um við hann eins og farið er laus­lega yfir í viðtal­inu við Carl­son.    

Ann­ar angi á mál­inu er líka sá að nú hef­ur fyrr­ver­andi kær­asta Ariels höfðað mál á hend­ur hon­um fyr­ir hegðun hans á meðan sam­band­inu stóð. Það er nú í ein­hvers­kon­ar meðferð í dóms­kerfi Kali­forníu­búa. Sak­argift­ir eru að Ariel á að hafa platað hana til að stunda óvarðar sam­far­ir og smitað hana af kyn­sjúk­dómi, dreift af henni nekt­ar­mynd­um og fyr­ir glímu­brögðin á sviðinu í San Frans­isco. Hún var víst 19 ára og hann 38 ára þegar sam­bandið hófst og þannig eru færð rök fyr­ir miklu valda­ó­jafn­vægi í sam­band­inu. Ekk­ert er rætt um þetta í viðtali Carl­sons í því sam­hengi að það gæti tengst upp­sögn plötu­fyr­ir­tæk­is­ins. 

Hvernig sem þessu er snúið er áhorfið á viðtalið því afar áhuga­verð heim­ild um þessa stórfurðulegu tíma sem við lif­um þar sem ekk­ert virðist vera of skrýtið til að geta átt sér stað. Það breyt­ir því ekki að ég á samt alltaf eft­ir að setja Before Today á fón­inn annað slagið.

mbl.is