Halldór Auðar stefnir á þingsæti

Halldór Auðar Svansson.
Halldór Auðar Svansson. mbl.is/Eggert

Hall­dór Auðar Svans­son hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í próf­kjöri Pírata í Reykja­vík og stefn­ir á þing­sæti í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­anna.

Þessu grein­ir hann frá á face­booksíðu sinni.

„Þar með er ég að von­ast eft­ir góðum ár­angri í próf­kjör­inu og síðan góðum ár­angri flokks­ins í þing­kosn­ing­um í haust,“ skrif­ar Hall­dór Auðar, sem er fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Pírata. 

„Pírat­ar eru mik­il­væg rödd á Alþingi og mig lang­ar að leggja þar lið. Ég held að reynsla mín úr borg­ar­stjórn og af þátt­töku í starfi fé­laga­sam­taka en ekki síst brenn­andi áhugi minn á póli­tík geri mig vel hæf­an í starfi.“

eitt stærsta

mbl.is