Loðnuleit átta skipa í beinni

Áætlaðar leiðarlínur skipanna sem eru nú við loðnumælingar.
Áætlaðar leiðarlínur skipanna sem eru nú við loðnumælingar. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Um­fangs­mik­ill loðnu­leiðang­ur á veg­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar stend­ur nú yfir og taka átta skip þátt, þar af eru sex við mæl­ing­ar á stærð hrygn­inga­stofns loðnu. Vonað er að mæl­ing­arn­ar skapi grund­völl fyr­ir nýrri veiðiráðgjöf en aðeins hef­ur verið gef­in út heim­ild til veiða á 61 þúsund tonn­um af loðnu.

Fram kem­ur í færslu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að leiðang­ur­inn sé fram­hald mæl­inga sem voru gerðar aust­an við land dag­ana 17.-20. janú­ar og er gert ráð fyr­ir að hon­um ljúki um eða eft­ir næstu helgi.

„Fjög­ur skip eru nú að störf­um fyr­ir aust­an land og munu mæla til vest­urs, þrjú byrja á Vest­fjarðamiðum og halda til aust­urs og loks er eitt skip­anna við leit og mæl­ing­ar aust­an við hefðbundið mæl­i­svæði til að kanna hvort loðna sé mögu­lega að ganga suður á þeirri slóð,“ seg­ir í færsl­unni.

Við mæl­ing­ar eru rann­sókna­skip­in Árni Friðriks­son og Bjarni Sæ­munds­son ásamt upp­sjáv­ar­skip­un­um Aðal­steini Jóns­syni SU, Ásgrími Hall­dórs­syni SF, Berki NK og Jónu Eðvalds SF, en Jóna Eðvalds mun kanna hvort loðna sé að ganga sunn­ar. Auk þess­ara sex eru tvö leit­ar­skip og eru það Bjarni Ólafs­son AK og Há­kon EA.

mbl.is