Stofnstærð humars minnkað um 27%

Hljóðmerki límt á humar í skímunni í Jökuldýpi.
Hljóðmerki límt á humar í skímunni í Jökuldýpi. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Haf­rann­sókna­stofn­un ráðlegg­ur að afli árs­ins 2021 verði ekki meiri en 143 tonn svo fylgj­ast megi með stærðarsam­setn­ingu og dreif­ingu stofns­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar. Einnig er lagt til að all­ar humar­veiðar verði bannaðar í Jök­ul­djúpi og Lóns­djúpi til vernd­ar upp­vax­andi humri.

Jafn­framt tel­ur stofn­un­in að veiðar með fiski­botn­vörpu eigi áfram að vera bannaðar á af­mörkuðum svæðum í Breiðamerk­ur­djúpi, Horna­fjarðar­djúpi og Lóns­djúpi til að minnka álag á humarslóð.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að stofn­stærð humars í stofn­mæl­ingu 2020 minnkaði um 27% frá ár­inu 2016. Á sama tíma hef­ur veiðihlut­fall minnkað úr 1.9% í 0.4%. Þétt­leiki humar­holna við Ísland mæl­ist nú með því lægsta sem þekk­ist meðal þeirra humarstofna sem Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) veit­ir ráðgjöf um.

Fyr­ir­liggj­andi gögn benda til að nýliðun sé í sögu­legu lág­marki og að ár­gang­ar frá 2005 séu mjög litl­ir. Verði ekki breyt­ing þar á má bú­ast við áfram­hald­andi minnk­un stofns­ins.

mbl.is