Tekjurnar drógust saman um 88%

AFP

Tekj­ur breska flug­fé­lags­ins Ea­syJet dróg­ust sam­an um tæp­lega 90% á fyrsta fjórðungi yf­ir­stand­andi rekstr­ar­árs sam­an­borið við sama tíma­bil ári fyrr.

Stjórn­end­ur flug­fé­lags­ins vara við því að vegna stöðunn­ar verði dregið úr um­svif­um fé­lags­ins á öðrum árs­fjórðungi.

Tekj­urn­ar voru 165 millj­ón­ir punda á tíma­bil­inu sem lauk 31. des­em­ber sem er 88% sam­drátt­ur miðað við rekstr­ar­árið á und­an. Ein­ung­is var flogið um 18% af flugáætl­un tíma­bils­ins vegna Covid-19. 

Á yf­ir­stand­andi árs­fjórðungi, sem er ann­ar fjórðung­ur í rekstr­ar­ári Ea­syJet, verður fram­boðið um 10% minna en á sama tíma í fyrra vegna þeirra ferðatak­mark­ana sem í gildi eru. 

Ea­syJet seg­ir að vegna sam­drátt­ar sé búið að segja upp 1.400 starfs­mönn­um. 

Í nóv­em­ber birti Ea­syJet árs­upp­gjör sitt og var það í fyrsta skipti í 25 ára sögu fé­lags­ins sem það var rekið með tapi fyr­ir skatta. Á þeim tíma var verið að segja upp 4.500 starfs­mönn­um eða tæp­lega þriðjungi allra starfs­manna. 

mbl.is