Biðja ferðamenn að hætta að taka „áhrifavaldamyndir“

Dæmi um hefðbundna áhrifavaldamynd.
Dæmi um hefðbundna áhrifavaldamynd. Ljósmynd/Pexels/Te lensFix

Ferðamálaráð Nýja-Sjá­lands hvet­ur nú ferðalanga til að hugsa út fyr­ir in­sta­gram­kass­ann og hætta að reyna að end­ur­gera mynd­ir í stíl áhrifa­valda. 

Í skemmti­legu mynd­bandi sem ráðið sendi frá sér í vik­unni hvet­ur grín­ist­inn Tom Sains­bury ferðalanga til að hætta að ferðast und­ir áhrif­um frá áhrifa­völd­um.

Í mynd­band­inu sést Sains­bury góma fólk við að end­ur­skapa áhrifa­valda­mynd á vin­sæl­um ferðamannastað. Hann skamm­ar þau og seg­ir þeim að skapa eitt­hvað nýtt fyr­ir sam­fé­lags­miðla. 

„Í fyrsta lagi lang­ar okk­ur að halda áfram her­ferð okk­ar um ferðalög inn­an­lands með því að hvetja lands­menn til að gera eitt­hvað nýtt á Nýja-Sjálandi. Þetta get­ur þýtt að prófa ein­hverja nýja upp­lif­un, en við vilj­um líka að fólk deili ein­hverju nýju á sam­fé­lags­miðlum. Við höf­um tekið eft­ir því að sömu mynd­irn­ar og færsl­un­ar voru alltaf að birt­ast aft­ur og aft­ur. Það er svo margt að gera á Nýja-Sjálandi, ekki bara þetta klass­íska sem þú sérð á sam­fé­lags­miðlum,“ sagði Bjoern Spreitzer, yf­ir­maður inn­lendra ferðalaga hjá ferðamálaráði Nýja Sjá­lands, um nýja mynd­bandið. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by New Zea­land (@purenewzea­land)

mbl.is