Guðmundur endurráðinn forstjóri Brims

Guðmundur Kristjánsson hefur verið endurráðin forstjóri Brims en hann er …
Guðmundur Kristjánsson hefur verið endurráðin forstjóri Brims en hann er jafnframt stærsti hluthafi félagsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmund­ur Kristjáns­son, stjórn­ar­maður og fyrr­ver­andi for­stjóri Brims, hef­ur verið end­ur­ráðinn sem for­stjóri fé­lags­ins, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef fyr­ir­tæk­is­ins. Hann er eig­andi Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur sem fer með 34% hlut í Brimi.

Guðmund­ur sagði starfi sínu lausu í apríl í fyrra og hef­ur Kristján Þ. Davíðsson, stjórn­ar­formaður, gegnt hlut­verki for­stjóra frá þeim tíma.

„Við hjá Brim erum ánægð með að fá Guðmund aft­ur til starfa. Guðmund­ur býr yfir gríðarlegri reynslu og hef­ur skýra framtíðar­sýn á rekst­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja,“ er haft eft­ir Kristjáni í til­kynn­ing­unni.

„Það er ánægju­legt að vera kom­inn aft­ur til starfa. Ég hef nýtt tím­ann vel og kem full­ur krafts og til­hlökk­un­ar til starfa. Við höf­um séð að þegar aðstæður í efna­hags­líf­inu verða erfiðar, eins og síðustu miss­eri, að sjáv­ar­út­veg­ur er burðarstólpi í ís­lensku sam­fé­lagi og við hjá Brim mun­um leggja okk­ar af mörk­um til þess að svo verði áfram. Brim stund­ar ábyrg­ar veiðar og vinnslu enda er það grund­völl­ur fyr­ir því að tryggja til framtíðar trausta at­vinnu og byggð á Íslandi“ seg­ir Guðmund­ur.

mbl.is