Hafa þróað sótthreinsunartæki fyrir vatnsskurðvélar

Vatnskurðvélar hafa gjörbreytt vinnslulínum víða og nú hefur verið þróað …
Vatnskurðvélar hafa gjörbreytt vinnslulínum víða og nú hefur verið þróað sérstakt kerfi til sótthreinsunar slíkra véla. Ljósmynd/Brim

Ný­sköp­un og tækni leiðir af sér þörf á enn fleiri nýj­ung­um og lausn­um. Nú hef­ur ís­lenska fyr­ir­tækið D-Tech, sem sér­hæf­ir sig í þróun sótt­hreins­andi þoku­kerfa fyr­ir fisk­vinnsl­ur, kynnt til leiks sér­hannaðan hreins­un­ar­búnað fyr­ir lokaðar fisk­vinnslu­vél­ar eins og vatns­skurðar­vél­ar. Ger­ir fyr­ir­tækið ráð fyr­ir því að fá einka­leyfi á hug­mynd­inni á næst­unni.

„Við höf­um rekið okk­ur á það að upp hafa komið ein­angruð vanda­mál inn­an í þess­um vél­um með ör­veru­smit og höf­um við þurft að tak­ast sér­stak­lega á við það. Þetta fékk okk­ur til að setj­ast niður og afrakst­ur­inn er nú kom­inn í ljós,“ seg­ir Óli Björn Ólafs­son, sölu- og markaðsstjóri D-Tech.

Tækið er ein­falt í notk­un og upp­setn­ingu og hent­ar vel fyr­ir­tækj­um sem eru ekki til­bú­in í stór heild­stæð kerfi en vilja lág­marka áhætt­una á vanda­mál­um enda hef­ur það sýnt sig að hita­stigið inn­an í vatns­skurðar­vél­un­um er kjörið fyr­ir ör­veru­vöxt, staðhæf­ir Óli. Hann seg­ir kerfið nú þegar til staðar í nokkr­um lokuðum fisk­vinnslu­vél­um sem eru hluti af stærri vinnslu­kerf­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: