Hafa þróað sótthreinsunartæki fyrir vatnsskurðvélar

Vatnskurðvélar hafa gjörbreytt vinnslulínum víða og nú hefur verið þróað …
Vatnskurðvélar hafa gjörbreytt vinnslulínum víða og nú hefur verið þróað sérstakt kerfi til sótthreinsunar slíkra véla. Ljósmynd/Brim

Nýsköpun og tækni leiðir af sér þörf á enn fleiri nýjungum og lausnum. Nú hefur íslenska fyrirtækið D-Tech, sem sérhæfir sig í þróun sótthreinsandi þokukerfa fyrir fiskvinnslur, kynnt til leiks sérhannaðan hreinsunarbúnað fyrir lokaðar fiskvinnsluvélar eins og vatnsskurðarvélar. Gerir fyrirtækið ráð fyrir því að fá einkaleyfi á hugmyndinni á næstunni.

„Við höfum rekið okkur á það að upp hafa komið einangruð vandamál innan í þessum vélum með örverusmit og höfum við þurft að takast sérstaklega á við það. Þetta fékk okkur til að setjast niður og afraksturinn er nú kominn í ljós,“ segir Óli Björn Ólafsson, sölu- og markaðsstjóri D-Tech.

Tækið er einfalt í notkun og uppsetningu og hentar vel fyrirtækjum sem eru ekki tilbúin í stór heildstæð kerfi en vilja lágmarka áhættuna á vandamálum enda hefur það sýnt sig að hitastigið innan í vatnsskurðarvélunum er kjörið fyrir örveruvöxt, staðhæfir Óli. Hann segir kerfið nú þegar til staðar í nokkrum lokuðum fiskvinnsluvélum sem eru hluti af stærri vinnslukerfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: