Hafró breytir grásleppureglum í kjölfar gagnrýni

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna grásleppuveiða mun nú byggja á breyttum forsendum. …
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna grásleppuveiða mun nú byggja á breyttum forsendum. Útreikningar stofnunarinnar sættu mikilli gagnrýni í fyrra. mbl.is/Rax/Ragnar Axelsson

Vísi­tala byggð á stofn­mæl­ingu botn­fiska að vori verður áfram grunn­ur­inn að fisk­veiðiráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar vegna grá­sleppu­veiða, en ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar mun taka nokkr­um breyt­ing­um og viðbót­um.

Þetta er niðurstaða stofn­un­ar­inn­ar í kjöl­far end­ur­skoðunar á stofn­mati og ráðgjaf­ar­reglu, en stofn­un­in hlaut gríðarlega gagn­rýni í fyrra vegna þeirr­ar aðferðafræði sem hún beitti og leiðrétti í kjöl­farið ráðgjöf sína fyr­ir grá­sleppu­vertíðina síðasta sum­ar.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að hags­munaaðilum hafi verið kynnt­ar niður­stöðurn­ar í dag og tel­ur stofn­un­in að „ef þess­ari nýju ráðgjaf­ar­reglu verði fylgt séu mikl­ar lík­ur á að hrogn­kelsa­stofn­inn verði nýtt­ur á sjálf­bær­an hátt í sam­ræmi við mark­mið varúðarnálg­un­ar.“

Breytt­ar formúl­ur

Úr end­ur­skoðun­inni kom tækni­skýrsla sem birt var á vef stofn­un­ar­inn­ar í dag og er í henni út­l­istuð aðferðafræði nýju ráðgjaf­ar­regl­unn­ar.

Ger­ir nýja regl­an ráð fyr­ir því að nýta stofn­inn með sama veiðistuðli og stefnt var að með fyrri afla­reglu. „Ákvörðunin bygg­ir á því að ráðgjöf­in árin 2014-2019, sem tak­markaðist við þenn­an veiðistuðul, virðist hafa leitt til sjálf­bærr­ar nýt­ing­ar miðað við þróun vísi­talna SMB eft­ir 2014. Ráðgjöf­in mun því byggja á vísi­tölu SMB þar sem vísi­tala frá ráðgjaf­ar­ár­inu veg­ur 70% á móti 30% frá vísi­tölu fyrra árs, sem er eins og í fyrri reglu.“

„Loks er bætt við aðgerðamarki (Itrigger), sem ekki var í fyrri reglu, þar sem veiðistuðull­inn lækk­ar línu­lega niður í gildi sem sam­svar­ar lægstu þekktu vísi­tölu frá SMB (Ilim). Neðan við það gildi verður veiðistuðull­inn 0 fyr­ir það ár og hef­ur þá annaðhvort 70% eða 30% vægi.“

Myndræn framsetning á nýrri ráðgjafarreglu fyrir hrognkelsi sem sýnir veiðistuðul …
Mynd­ræn fram­setn­ing á nýrri ráðgjaf­ar­reglu fyr­ir hrogn­kelsi sem sýn­ir veiðistuðul (Fproxy) á móti líf­massa­vísi­tölu frá stofn­mæl­ingu botn­fiska að vori (SMB). Mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un
mbl.is