Íslenska ríkið sýknað af kröfum makrílveiðimanna

Félag makrílveiðimanna telja að Hérðasdómur Reykjavíkur hafi með dómi sínum …
Félag makrílveiðimanna telja að Hérðasdómur Reykjavíkur hafi með dómi sínum tekið undir réttlætingu þess að hengja bakara fyrir smið. mbl.is/Alfons Finnsson

Hérðas­dóm­ur Reykja­vík­ur sýknaði ís­lenska ríkið af kröf­um Fé­lags mak­ríl­veiðimanna á miðviku­dag og kveðst fé­lagið nú íhuga hvort áfrýja eigi niður­stöðunni til Lands­rétt­ar.

Höfðaði fé­lagið málið vegna ákvörðunar 2019 um að kvóta­setja veiðar á mak­ríl. Segja mak­ríl­veiðimenn gjörn­ing­inn ólög­leg­an þar sem Alþingi ákvað að hafa viðmiðun­ar­tíma­bil veiðireynslu á mak­ríl, sem var for­senda út­hlut­un­ar kvóta, mun lengra en al­menn lög gera ráð fyr­ir.

„Var þetta gert til að færa heim­ild­ir frá minni út­gerðum til stærri út­gerða sem unnu mál gegn rík­inu fyr­ir hæsta­rétti í lok árs 2018,“ full­yrðir fé­lagið í frétta­til­kynn­ingu.

„Fé­lagið túlk­ar dóm­inn þannig að það sé mál­efn­legt og lög­legt mark­mið með laga­setn­ing­unni að færa fjár­muni frá smá­báta­út­gerðum til upp­sjáv­ar­út­gerðanna til að kaupa þá síðar­nefndu frá skaðabóta­máls­höfðunum vegna mistaka ráðherra árið 2011. Mál­efna­legt er því að hengja lít­inn bak­ara fyr­ir smið ef það þjón­ar fjár­hags­leg­um hags­mun­um rík­is­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is