Tasiilaq heldur til loðnuveiða um helgina

Grænlenska uppsjávarskipið Tasiilaq við bryggjuna í Akureyrarhöfn.
Grænlenska uppsjávarskipið Tasiilaq við bryggjuna í Akureyrarhöfn. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Loðnuvertíðin er hafin og hafa nokkur skip þegar hafið veiðar á meðan önnur eru í startholunum. Grænlenska uppsjávarveiðiskipið Tasiilaq Gr 6-41 frá Nuuk kom til Akureyrar á miðvikudag til að sækja varahluti og er áhöfnin að gera allt klárt til veiða.

Skipið mun halda til loðnuveiða nú um helgina samkvæmt samtali við hafnarverði á bryggjunni. Það verður ekki annað séð en að skipið er glæsilegt að sjá í vetrardýrðinni fyrir Norðan.

mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is