Allir að bíða með öndina í hálsinum

Jóna Eðvalds SF frá Hornafirði er meðal þeirra átta skipasem …
Jóna Eðvalds SF frá Hornafirði er meðal þeirra átta skipasem eru á miðunum fyrir vestan, norðan og austan landið í leit að loðnunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Græn­lenska upp­sjáv­ar­skipið Pol­ar Amar­oq hef­ur þegar hafið loðnu­veiðar en land­ar í dag, seg­ir Gunnþór Inga­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað.

Lönd­un­in mun marka upp­haf loðnu­vertíðar hjá fyr­ir­tæk­inu en hún verður nokkuð minni í ár en venja er enda aðeins heim­ilað að veiða 61 þúsund tonn af loðnu eins og stend­ur. Síðastliðin tvö ár hef­ur ekk­ert orðið af vertíð.

Ein um­fangs­mesta loðnu­leit sem farið hef­ur fram stend­ur nú yfir og eru átta skip á miðunum að leita allt frá suðaust­ur af land­inu norður fyr­ir land og norðvest­ur af Vest­fjörðum. Meðal skipa sem taka þátt í leit­inni eru Há­kon EA, Jóna Eðvalds SF og rann­sókn­ar­skip­in Árni Friðriks­son RE og Bjarni Sæ­munds­son RE. „Það eru all­ir að bíða með önd­ina í háls­in­um,“ seg­ir Gunnþór um loðnu­leit­ina og fram­vindu henn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: