Litla loðnu að finna á grunninu norðvestanverðu

Hákon EA 148 að koma í land eftir snarpa loðnuleit.
Hákon EA 148 að koma í land eftir snarpa loðnuleit. mbl.is/Þorgeir

„Árni Friðriks­son og Bjarni Sæm eru ennþá úti að mæla, svo að mæl­ing­in er ekki búin. Heilt yfir hef­ur gengið vel, við náðum að dekka svæðið sem við ætluðum okk­ur. Átta skip hafa verið bæði í mæl­ingu og leit,“ seg­ir Birk­ir Bárðar­son líf­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un í sam­tali við mbl.is í dag. 

Ásgrím­ur Hall­dórs­son SU, Bjarni Ólafs­son AK, Árni Friðriks­son HF, Há­kon EA, Bjarni Sæ­munds­son HF, Aðal­steinn Jóns­son SU, Jóna Eðvalds SF og Börk­ur NK hafa öll tekið þátt í loðnu­leit og loðnu­rann­sókn und­an­farið.
Hákon að leggjast að Akureyrarhöfn í dag.
Há­kon að leggj­ast að Ak­ur­eyr­ar­höfn í dag. mbl.is/Þ​or­geir

Há­kon EA kom til hafn­ar í dag eft­ir snarpa loðnu­leit á grunnsvæði fyr­ir Norðvest­ur­landi.

„Há­kon notuðum við sem leit­ar­skip á land­grunn­inu fyr­ir Norðvest­ur­landi og á því svæði var lítið að sjá eins og er.“ 

Birk­ir seg­ir nokkuð af ung­loðnu hafa fund­ist á vest­ur­hluta leit­ar­svæðis­ins, við Græn­lands­sund, sem þá verður uppistaðan í næstu vertíð. 

„Það má segja að vest­an við Kol­beins­eyj­ar­hrygg­inn hafi verið svo­lítið af ung­loðnunni, meira eft­ir því sem vest­an dreg­ur.

Heilt á litið vor­um við að klára núna þessa yf­ir­ferð frá Litla dýpi fyr­ir Aust­ur­landi og fyr­ir öllu Norður­landi og allt vest­ur að Víkurál úti fyr­ir Vest­fjörðum. Þessa mæl­ingu skoðum við síðan í sam­hengi við okk­ar fyrri mæl­ing­ar og fáum þannig heild­ar­stofn sem við gef­um svo ráðgjöf út frá.“

Staða loðnuleitar og rannsóknar í dag.
Staða loðnu­leit­ar og rann­sókn­ar í dag. Skjá­skot af síðu Hafró
mbl.is