Muni draga úr fylgi Samfylkingarinnar

Birgir Dýrfjörð spáir því að mál Ágústs Ólafs muni kosta …
Birgir Dýrfjörð spáir því að mál Ágústs Ólafs muni kosta flokkinn fylgi í komandi kosningum. mbl.is/Hari

Birg­ir Dýr­fjörð, sem sagði sig nú­verið úr upp­still­ing­ar­nefnd Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar í haust, hef­ur sent Loga Ein­ars­syni for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar opið bréf þar sem hann gagn­rýn­ir hvernig staðið var að máli Ágústs Ólafs Ágústs­son­ar inn­an flokks­ins.

Ágúst Ólaf­ur verður ekki á lista fyr­ir kosn­ing­arn­ar eft­ir að meiri­hluti upp­still­ing­ar­nefnd­ar hafnaði til­lögu hans um að hann sjálf­ur myndi gefa eft­ir odd­vita­sætið og taka annað sætið.

Ástæða þess að Birg­ir send­ir Loga opið bréf eru út­skýr­ing­ar Loga á því hvernig kom­ist var að niður­stöðu í máli Ágústs Ólafs. Birg­ir seg­ir að hon­um hafi „verið sparkað niður fram­boðslista flokks­ins“. Logi sagði í fjöl­miðlum eft­ir að niðurstaðan var gerð kunn að stuðst hefði verið við lýðræðis­legt ferli en því er Birg­ir ósam­mála.

„Þú sagðir að þetta væri lýðræðis­lega feng­in niðurstaða í 14 manna upp­still­ing­ar­nefnd. Sú skýr­ing þín er al­röng.  Niðurstaðan var studd með fjór­um at­kvæðum í stjórn full­trúaráðsins. (Fjór­menn­ingaklíku að hætti marx­ista). Þar er okk­ar lýðræði í dag,“ skrif­ar Birg­ir. Hann seg­ir fulla þörf á því að upp­lýsa flokks­fólk um það hvernig kom­ist var að ákvörðun í mál­inu.

Sparkað út með skóför á rass­in­um

Birg­ir seg­ist hafa óskað eft­ir því að stuðning­ur við Ágúst Ólaf yrði kannaður inn­an upp­still­ing­ar­nefnd­ar með at­kvæðagreiðslu en því hafi ekki verið vel tekið. Þess í stað hafi málið farið til full­trúa­nefnd­ar. Hann spyr hvernig staðið hafi verið að at­kvæðagreiðslunni í full­trúaráðinu, hvort hún hafi farið fram í heyr­anda hljóði eða hvort at­kvæðum hafi verið safnað með sím­töl­um for­manns.

„Ágústi verður sparkað út af þingi með skóför (fjór­menn­ingaklík­unn­ar) á rass­in­um. Orðstír klík­unn­ar mun lengi lifa. Ekki síst vegna þess að þessi skrípaleik­ur mun draga mjög úr fylgi flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um. Og valda lam­andi ill­deil­um,“ spá­ir Birg­ir.

Þá skor­ar hann á Loga að setj­ast niður með stjórn full­trúaráðsins í þeim til­gangi að end­ur­skoða samþykkt um að hafna til­boði Ágústs Ólafs um að hann skipi annað sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi í haust.

mbl.is