Vinnslustöðin kaupir útgerðarfélagið Hugin

Huginn VE að veiðum. Skipið fylgir kaupunum og ásamt aflaheimildum …
Huginn VE að veiðum. Skipið fylgir kaupunum og ásamt aflaheimildum í síld, loðnu, kolmunna og makríl. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Vinnslu­stöðin hf. hef­ur fest kaup á út­gerðarfé­lag­inu Hug­in ehf. í Vest­manna­eyj­um, en samn­ing­ur þess efn­is var und­ir­ritaður á föstu­dag. Kaup­un­um fylg­ir fjölveiðiskipið Hug­inn VE-55 ásamt afla­heim­ild­um í síld, loðnu, kol­munna og mak­ríl.

Þetta kem­ur fram í færslu á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Þar seg­ir að kaup­verðið sé trúnaðar­mál kaup­enda og selj­enda, en fyr­ir átti Vinnslu­stöðin 48% hlut í Hug­in en fer nú með alla hluti fé­lags­ins. Tekið er fram á vef fyr­ir­tæk­is­ins að Hug­inn verður áfram starf­rækt­ur í óbreyttri mynd.

Sam­kvæmt töl­um Fiski­stofu fékk fé­lagið á nú­ver­andi fisk­veiðiári út­hlutaðar 634 lest­ir eða 2,22% af afla­marki í síld, 266 lest­ir eða 1,4% af afla­marki í loðnu, 7.742 lest­ir eða 4,21% af afla­marki í kol­munna og 5.182 lest­ir eða 4,65% af afla­marki í norsk-ís­lenskri síld.

Hug­inn VE-55 var smíðaður árið 2001 og er vinnslu- og fjölveiðiskip sem veiðir upp­sjáv­ar­fisk í nót eða flottroll.

Þriðja kyn­slóð skip­stjóra

Það eru þrír syn­ir og dótt­ir hjón­anna Guðmund­ar Inga Guðmunds­son­ar og Krist­ín­ar Páls­dótt­ur sem eru selj­end­ur Hug­ins ehf. Fjöl­skyld­an eignaðist allt fé­lagið árið 1968 og var meiri­hluta­eig­andi þess þar til nú. Bræðurn­ir eru skip­stjórn­ar­menntaðir, tveir þeirra skip­stjór­ar á Hug­in VE en sá þriðji fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, Páll Þór Guðmunds­son.

Að lokinni undirskrift kaupsamnings. Frá vinstri: Páll Þór Guðmundsson, Gylfi …
Að lok­inni und­ir­skrift kaup­samn­ings. Frá vinstri: Páll Þór Guðmunds­son, Gylfi Viðar Guðmunds­son, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son og Guðmund­ur Hug­inn Guðmunds­son. Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

Ákveðið hef­ur verið að Guðmund­ur Ingi Guðmunds­son verði skip­stjóri á Hug­in á móti föður sín­um, Guðmundi Hug­in Guðmunds­syni, og föður­bróður, Gylfa Viðari Guðmunds­syni. Guðmund­ur Ingi verður þar með þriðji ættliður skip­stjórn­ar­manna á Hug­in VE-55.

Sagt er frá því í færsl­unni að „út­gerðarfé­lagið Hug­inn var frum­kvöðull að mak­ríl­veiðum við Ísland og fór að þreifa fyr­ir sér í þeim efn­um á ár­un­um 2002 til 2006 en með mis­jöfn­um ár­angri. Það var svo sum­arið 2007 að áhöfn Hug­ins VE náði alls um 3.000 tonn­um, þar af um 2.500 tonn­um í ís­lenskri lög­sögu og 500 tonn­um í þeirri fær­eysku. Þar með hóf­ust bein­ar mak­ríl­veiðar í lög­sögu Íslands.“

Áfram í Eyj­um

„Það var ekki sjálf­gefið að kaup­andi meiri­hluta Hug­ins væri fé­lag í Eyj­um en systkin­in eru trú og trygg byggðarlag­inu sínu og lögðu áherslu á að fé­lagið, skipið og afla­heim­ild­irn­ar yrðu hér áfram. Við erum afar ánægð með þá af­stöðu þeirra,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

„Vinnslu­stöðin hef­ur byggt upp upp­sjáv­ar­hluta starf­semi sinn­ar á und­an­förn­um árum. Sam­rekst­ur fé­lag­anna mun skila auk­inni hagræðingu og leiða til betri nýt­ing­ar skipa og verk­smiðja sam­stæðunn­ar,“ seg­ir hann.

mbl.is