Hátt verð fyrir íslensku loðnuna

Vendla var fyrst norsku skipanna til að tilkynna afla.
Vendla var fyrst norsku skipanna til að tilkynna afla.

Marg­ir buðu í afla norska loðnu­skips­ins Vendlu, sem kom á miðin aust­ur af land­inu um helg­ina. Fiskeri­bla­det/​Fiskar­en greindi frá því í gær að afl­inn, 435 tonn, hefði verið seld­ur á 4,2 millj­ón­ir norskra króna eða fyr­ir 9,61 krónu á kíló.

Í ís­lensk­um krón­um ger­ir þetta rúm­lega 63 millj­ón­ir fyr­ir farm­inn og 145 krón­ur á kíló.

Seg­ir í frétt­inni að fyr­ir­tæki víða í Nor­egi hafi boðið í afl­ann og hann hafi á end­an­um verið seld­ur á mun hærra verði en bú­ist var við. Kaup­and­inn er Lofoten Vik­ing í Værøy. Eng­ar loðnu­veiðar hafa verið við Ísland né í Bar­ents­hafi síðustu tvö ár og er því mik­il spurn eft­ir loðnu­af­urðum.

Afl­inn fékkst í nót rétt norðan við línu sem dreg­in er í aust­ur frá punkti sunn­an Álfta­fjarðar, en sunn­ar mega Norðmenn ekki veiða, að því  er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: