Ríkið brást í baráttu við loftslagsbreytingar

París árið 2016.
París árið 2016. AFP

Dóm­stóll hef­ur úr­sk­urðað að franska ríkið beri ábyrgð á meintri van­getu þess við að draga úr áhrif­um lofts­lags­breyt­inga.

Þar með báru aðgerðahóp­ar sig­ur úr být­um í máli sem yfir tvær millj­ón­ir rík­is­borg­ara studdu.

Dóm­stóll í Par­ís úr­sk­urðaði að með því að hafa ekki brugðist al­menni­lega við lofts­lag­breyt­ing­um hafi ríkið valdið skaða á um­hverf­inu.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti. AFP

Oxfam í Frakklandi, Green­peace í Frakklandi og tveir aðrir aðgerðahóp­ar sökuðu rík­is­stjórn­ina um að hafa ekki efnt lof­orð Emm­anu­els Macrons Frakk­lands­for­seta um að „gera jörðina okk­ar frá­bæra aft­ur“.

Dóm­stóll­inn gef­ur sér tvo mánuði til að ákveða hvort rík­is­stjórn Macrons verði neydd til að grípa til aðgerða til að draga enn frek­ar úr út­blæstri sem veld­ur gróður­húsa­áhrif­um.

Oxfam sagði á Twitter að úr­sk­urður­inn væri „sögu­leg­ur sig­ur fyr­ir lofts­lagið“ og að „van­geta rík­is­ins við að bregðast lofts­lags­breyt­ing­um hafi verið dæmd ólög­leg.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina