Unnið að skráningu Síldarvinnslunnar á markað

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir farið sé í þá vegferð …
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir farið sé í þá vegferð að skrá Síldarvinnsluna á markað með það í huga að opna félagið fyrir fjárfestum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ákveðið hef­ur verið að skrá Síld­ar­vinnsl­una á ís­lenska hluta­bréfa­markaðinn og er stefnt að því að það verði gert á fyrri helm­ingi þessa árs, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef fyr­ir­tæk­is­ins. Þar seg­ir Gunnþór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, að mark­miðið sé meðal ann­ars að opna fé­lagið fyr­ir fjár­fest­um.

Það er stjórn fé­lags­ins sem hef­ur tekið ákvörðun um að hefja und­ir­bún­ing að skrán­ingu hluta­bréfa fé­lags­ins á aðal­markað Nas­daq Ice­land og hef­ur fyr­ir­tækjaráðgjöf Lands­bank­ans verið feng­in til að hafa um­sjón með verk­efn­inu. LEX lög­manns­stofa og end­ur­skoðenda­fyr­ir­tækið EY munu sjá um gerð áreiðan­leikak­ann­ana.

„Þessi veg­ferð er far­in með það í huga að efla fé­lagið og opna Síld­ar­vinnsl­una fyr­ir fjár­fest­um,“ seg­ir Gunnþór. „Með skrán­ingu fé­lags­ins á markað fjölg­ar tæki­fær­um fjár­festa til að koma að sjáv­ar­út­vegi.“

Síldarvinnslan er fyrirferðamikið fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi.
Síld­ar­vinnsl­an er fyr­ir­ferðamikið fyr­ir­tæki í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Öflugt fyr­ir­tæki

Í til­kynn­ing­unni er Síld­ar­vinnsl­an sögð eitt af stærstu og öfl­ug­ustu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins, en fyr­ir­tækið er stærsti fram­leiðandi upp­sjáv­ar­af­urða á Íslandi. „Fjár­fest­ing­ar síðustu ára hafa miðað að því að styrkja fé­lagið í bol­fisk­heim­ild­um og fjölga þannig tekju­stoðum fé­lags­ins.“

Þá seg­ir að mark­visst hafi verið ráðist í fjár­fest­ing­ar í skip­um og vinnsl­um til þess að auka gæði, nýt­ingu og verðmæti sjáv­ar­af­urða auk þess að draga úr kol­efn­is­spori við veiðar og vinnslu.

Fyr­ir­tækið er í dag með um 360 starfs­menn og hef­ur höfuðstöðvar í Nes­kaupstað.

mbl.is